en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/30113

Title: 
  • Title is in Icelandic Að fara sér hægt í fjölmiðlaheimi
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fyrirbærið hæggeng blaðamennska (e. slow journalism) hefur á umliðnum árum gert sig gildandi í fjölmiðlaheimi. Hugtakið er afar ungt, var fyrst orðað opinberlega árið 2007 og þá sett í samhengi við aðrar hreyfingar sem hampa hægðinni í lífi og starfi, svo sem hægeldaða matargerð (e. slow food). Hæggengri blaðamennsku er þannig teflt fram til mótvægis við tafarleysið í fréttaflutningi og þeirri yfirborðsmennsku sem mörgum finnst fylgja fjölmiðum nútímans.
    Blaðamennska hefur staðið styrkari fótum í Finnlandi en mörgum öðrum löndum og rík hefð er þar fyrir prentmiðlum með morgunkaffinu. Landið hefur eftir sem áður fundið fyrir því að rekstur fréttablaða reynist erfiðari ár frá ári, hvort heldur á prenti eða netinu og margir ásáttir um að gæðum hafi hrakað. Hæggeng blaðamennska er hins vegar nokkuð á borðum finnskra fjölmiðla. Að auki stofnuðu nokkrir finnskir blaðamenn sérstætt fréttablað fyrir nokkrum árum, sem einvörðungu gefur út efni í anda umræddrar stefnu.
    Í þessari ritsmíð er hæggeng blaðamennska kynnt til sögunnar í nokkuð breiðu samhengi við sögu og samtímann. Sérstakri athygli er beint að fjölmiðlum í Finnlandi sem bjóða upp á efni í anda hæggengrar blaðamennsku. Rannsóknarhlutinn lýtur að gengi stefnunnar í finnskum fjölmiðlum og leitast er við að máta þann veruleika við litla Ísland. Til þess var tilviksrannsókn gerð, um hæggenga blaðamennsku í Finnlandi. Tekin voru eigindleg viðtöl við fimm starfandi blaðamenn þar úti. Allir hafa þeir reynslu af því að vinna í anda hæggengi, sumir einnig með reynslu af því að stýra fjölmiðli sem býður upp á afurðir hæggengrar blaðamennsku, í mismiklum mæli þó.
    Niðurstöður eru blendnar. Þeir sem þar úti starfa við hæggenga blaðamennsku í dag finna til sín, upplifa góðar viðtökur og eru ekki uggandi um eigin hag. Hins vegar eru blikur á lofti.

Accepted: 
  • May 8, 2018


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Katrin Mixa MA_ Að fara sér hægt.pdf836 kBOpenComplete TextPDFView/Open
KatrinMixa_yfirlysing.pdf157.33 kBLockedYfirlýsingPDF