Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30114
Miklar hnattrænar breytingar hafa orðið síðustu hálfa öldina sem leitt hafa af sér að vestræn samfélög eru í dag flóknari og fjölbreyttari. Flóttafólki í heiminum hefur fjölgað og starf félagsráðgjafa tekið miklum breytingum síðustu hálfa öldina og því mikilvægt að leggja áherslu á aukinn skilning á því ferli sem á sér stað hjá einstaklingum á flótta. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvaða áskoranir geta falist í aðlögun innflytjenda og flóttafólks í nýju landi og hvaða áhrif ferlið getur haft á sjálfsmynd hópanna, út frá stöðu þekkingar innan félagsráðgjafar í tengslum við efnið.
Félagsráðgjafar gegna mikilvægu hlutverki í vinnu með innflytjendum og flóttafólki sem þörf hafa á þjónustu í tengslum við aðlögun í nýju landi. Aðlögun er innflytjendum og flóttafólki mikilvæg og veitir þeim sem eru í hvað viðkvæmastri stöðu í heiminum von um nýtt og betra líf, til langs tíma. Alþjóðlegum fólksflutningum og aðlögun í nýju landi fylgja oft mikil áföll sem sjálfsmynd innflytjenda og flóttafólks ber oft þungan toll af og hætta er á að hóparnir verði viðskila við helstu áhrifaþætti sjálfsmyndar þeirra ásamt hættu á að verða fyrir fordómum, mismunun, kynþáttahatri og jaðarsetningu innan samfélaga. Því er mikilvægt að stuðla að farsælli aðlögun hópanna með því að draga úr ofangreindum áskorunum en einnig að stuðla að því að einstaklingar geti viðhaldið þjóðernisvitund sinni og menningu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lbf1 BA tilbúin.pdf | 519.47 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.pdf | 473.73 kB | Lokaður | Yfirlýsing |