Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30115
Í þessari ritgerð er fjallað um útbreiðslu kláms og klámvæðingar og möguleg áhrif þess. Ritgerðinni er ætlað að varpa ljósi á skaðleg áhrif sem klámnotkun kann að hafa á unglinga meðal annars til þess að gera fólk meira meðvitað og til þess að hámarka gæði kynfræðslu á Íslandi. Einnig er skoðað hvort hægt sé að þróa með sér klámfíkn. Þeir áhrifaþættir sem lagt er upp með eru 1) geturaskanir, 2) slök sjálfsmynd, 3) viðhorfsbreytingar á ofbeldi og hefðbundnum kynjahlutverkum, 4) óæskileg kynhegðun, 5) slæm áhrif á náin sambönd og kynlíf, 6) félagsþroska og 7) möguleg þróun klámfíknar. Niðurstöður rannsókna sýna að klámnotkun hefur margvísleg skaðleg áhrif á alla þá þætti sem búist var við en bættust þó við kynferðisleg óvissa, slæm áhrif á heilavirkni og skaðleg áhrif á tengslamyndun. Kom í ljós að klámfíkn er ekki raunveruleg eða viðurkennd fíkn en þó eru til staðar ótal vísbendingar um að klámfíkn sé raunverulegt vandamál þar sem fjöldinn allur er til af fólki sem skilgreinir sig sjálft sem klámfíkla og glímir við tilheyrandi afleiðingar. Eitthvað er til af úrræðum fyrir klámfíkla í formi viðtalsmeðferðar og sjálfhjálparhópa. Margir unglingar telja klám vera góða kynfræðslu og að margt sé hægt að læra af því. Klám sem kynfræðsla er þó óæskileg fyrir börn og unglinga og gefur út ákveðin viðmið sem brengla hugmyndir og væntingar þeirra til kynlífs. Klámnotkun íslenskra ungmenna er töluvert mikil og eru margir unglingar sem þróa hugmyndir sínar og væntingar um kynlíf út frá klámi. Því er brýn þörf á aukinni og betri fræðslu þeim til handa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
yl.pdf | 39.54 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Áhrifaþættir Kláms, klámvæðingar og klámnotkunar á unglinga - Er hægt að þróa með sér klámfíkn_ Lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf. Alexander Freyr Olgeirsson.pdf | 609.99 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |