is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30117

Titill: 
  • Ófrjósemi kvenna: Áhrif á líðan í parasamböndum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um ófrjósemi kvenna og hvernig það hefur áhrif á líðan í parasamböndum. Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvort og þá hvernig ófrjósemi hefur áhrif á líðan beggja aðila í parasambandinu og vekja þannig athygli á málefninu og hvernig hægt sé að stuðla að betri líðan hjá pörum sem glíma við ófrjósemi. Í ritgerðinni er fræðileg umfjöllun hvað varðar ófrjósemi, kenningar, niðurstöður rannsókna, áhrif ófrjósemi á parasambandið og hlutverk félagsráðgjafa.
    Rannsóknarspurningin er hefur ófrjósemi áhrif á líðan fólks í parasamböndum? Ef svo er, á hvaða hátt?
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að ófrjósemi hefur mikil áhrif á pör og parasambandið og áhrifin eru misjöfn. Ófrjósemi getur valdið kvíða og þunglyndi hjá parinu. Áfallakreppan sem parið verður fyrir í kjölfarið á greiningu ófrjósemi er með alvarlegri sem par getur orðið fyrir. Það er ljóst að ófrjósemi er mun algengari en almennt er haldið og má segja að aukin aðsókn er í tæknifrjóvgunarmeðferð. Sífellt fleiri konur þurfa að sækja um að komast í tæknifrjóvgunarmeðferð. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að meðferðir ófrjósemi valda miklu álagi á parið, mikilvægt er að þau sæki um aðstoð hjá ráðgjafa. Félagsráðgjafar gegna því mikilvæga hlutverki í þessum málaflokk að veita stuðning og aðstoð fyrir parið.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð- Lena Rós.pdf407.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf26.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF