is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30118

Titill: 
 • Aumingjar og illmenni: Ímynd hjólastólanotenda í bandarískum kvikmyndum frá 1945 til vorra daga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um ímynd hjólastólanotenda í bandarískum kvikmyndum frá 1945 til vorra daga. Eftir seinni heimsstyrjöldina batnaði endurhæfing mænuskaddaðra og sýklalyf komu til sögunnar. Í byrjun ritgerðarinnar er saga fólks í hjólastól skoðuð, flokkun samkvæmt því, hversu lamaðir þeir eru og afstaða almennings til þeirra. Síðan er bandarísku frásagnarhefðinni í kvikmyndum lýst stuttlega.
  Persónusköpun goðsagna og þjóðsagna er greind með aðferðum, sem kenndar eru við Vladimir Propp, Joseph Campbell og Christopher Vogler. Þá eru erkitýpur greindar samkvæmt hugmyndum Carol S. Pearson og staðalímyndir skoðaðar með aðferðafræði Martin F. Nordens. Einnig er fjallað um samfélagsleg hlutverk hjólastólanotenda.
  Staðlaður frásagnarmáti bandarísku kvikmyndahefðarinnar er loks skoðaður í tengslum við hjólastólanotenur og lýsingar, sem Syd Field hefur sett fram um kvikmyndir og handritsgerð.
  Tekin eru dæmi úr kvikmyndum, þar sem hjólastólanotendur hafa leikið stórt hlutverk, og þær notaðar til að draga ályktanir um stöðu þeirra á þeim tíma sem kvikmyndin var gerð.
  Ímynd hjólastólanotandans í bandarískum kvikmyndum hefur breyst í tímans rás. Til að byrja með var mikið grín gert að hjólastólanotendum í kvikmyndum. Eftir það voru þeir oft illmenni, fórnarlömb og mótmælendur. Nú eru þeir oft meira lamaðir, en áður var, rómantískir og vitrir. Enn bregður þó fyrir aumingjavæðingu, varnarleysi, innilokun, afneitun og uppgjöf.

Samþykkt: 
 • 9.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haraldur-lokaverkefni.pdf11.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan 8 May 18 (3).pdf284.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF