is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30119

Titill: 
  • Áhrif vímuefnaröskunar og heimilisofbeldis á börn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari heimildarritgerð verður fjallað um áhrif vímuefnaröskunar og heimilisofbeldis á börn. Markmiðið með þessari ritgerð er að skoða hvort tengsl séu á milli ofneyslu áfengis og/eða vímuefna og heimilisofbeldis, hvaða afleiðingar það hefur á börn að upplifa heimilisofbeldi og hvaða úrræði eru í boði fyrir börn sem hafa upplifað heimilisofbeldi. Einnig verður skoðað hvernig aðkomu félagsráðgjafa í málum barna sem búa við vímuefnaneyslu og heimilisofbeldi sé háttað.
    Niðurstöður ritgerðarinnar sýndu fram á það að það eru sterk tengsl milli ofneyslu áfengis og/eða vímuefna og heimilisofbeldis. Heimilisofbeldi er alþjóðlegt vandamál sem á sér stað í nánum samböndum og oftar en ekki eru konur þolendur. Börn sem upplifa heimilisofbeldi eða verða vitni að því þurfa að kljást við slæmar afleiðingar í kjölfarið á ofbeldinu. Afleiðingar heimilisofbeldis hafa áhrif á sálrænan, líkamlegan, vitsmunalegan og félagslegan þroska barna. Helstu úrræði sem standa börnum til boða sem hafa upplifað heimilisofbeldi eða orðið vitni að því eru á vegum Barnaverndar, Barnahúss, Foreldrahúss og Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda. Félagsráðgjafar þurfa að einblína á það að veita börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi úrræði. Félagsráðgjafar geta boðið þeim sem glíma við vímuefnavanda upp á félagslega aðstoð, auk þess að veita börnum í heimilsiofbeldismálum viðeigandi aðstoð með þeirri kunnáttu sem félagsráðgjafar hafa til þess að vinna í slíkum málum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30119


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð_Monika Piekarska.pdf862.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfilýsing fyrir BA ritgerð- Skemman.pdf28.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF