Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3012
Sótthiti hjá börnum er vel þekkt fyrirbæri og eitt algengasta einkenni um veikindi. Algengasta ástæða hans er sýking. Sótthiti er eitt af varnarviðbrögðum líkamans og stuðlar að myndun mótefna.
Það er vel þekkt að foreldrar hafa áhyggjur af sótthita hjá börnum sínum og leita oft til læknis og jafnvel á bráðamóttökur, þó oftast að ástæðulausu. Tilgangur verkefnisins var að kanna þekkingu og viðhorf foreldra til sótthita og helstu úrræði þeirra. Teknar voru saman niðurstöður 11 rannsókna og í ljós kom að foreldrar hafa litla þekkingu á gagnsemi sótthita. Flestir foreldrar vita hvað er eðlilegur líkamshiti (36,0-38.0°C), þó er þekkingin mismunandi milli landa. Foreldrar hafa sterka tilhneigingu að líta á mildan sótthita (38,0-39,0°C) sem háan sótthita og meðhöndla hann með hitalækkandi lyfjum. Mikill meirihluti foreldra notar hitalækkandi lyf sem fyrsta úrræði við sótthita. Foreldrar eru hræddir við skaðsemi sótthita sem þeir telja vera hitakrampa, heilaskaða og ofþornun. Í ljós kom að foreldrar fá þekkingu sína einkum frá heilbrigðisstéttum, en þekking og viðhorf hjúkrunarfræðinga og lækna eru misjöfn og þar af leiðandi eru ráðleggingar um meðferð misvísandi.
Þekking foreldra á sótthita er ábótavant, áhyggjur og ótti þeirra ásamt misvísandi ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólks hefur áhrif á viðhorf þeirra og úrræði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
pd_fixed.pdf | 372,77 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |