Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30122
Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort það mun auðvelda
fyrirtækjum að geta notað rafrænar undirskriftir í almennum viðskiptum við Landsbankann. Hvort rafrænar undirskriftir sé þægilegri en hefðbundnar undirskriftir og hvort það sparist jafnvel tími og fjármunir við innleiðingu þeirra. Nú þegar er Arion banki byrjaður að bjóða upp á rafrænar undirskrift fyrir fyrirtæki. Rafrænar undirskriftir hafa verið að aukast hér á landi og mun fleiri að bjóða upp þann möguleika að nýta rafrænar undirskriftir en að mæta á staðinn og skrifa undir með kúlupenna á pappír. Fólk í dag leitast eftir að geta gert hlutina strax, hvar og hvenær sem er, það vill nýta sér þá tækni sem er til staðar.
Í rannsókninni var beitt eigindlegri rannsóknaraðferð sem fólst í því að taka viðtal við starfsmenn viðskiptabankanna, Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka. Lagðar voru spurningar um hvenær þróun hófst við innleiðingu á rafrænum undirskriftum hjá bönkunum, hvaða þjónustuþættir eru í boði með rafrænum undirskriftum og hvernig undirskriftin fer fram. Íslandsbanki bauð ekki upp á viðtal en sagði höfundi að bankinn hefur um nokkurt skeið boðið viðskiptavinum sínum upp á rafrænar undirskriftir fyrir ákveðnar umsóknir. Landsbankinn stefnir á að fyrirtæki geti nýtt sér rafrænar undirskriftir frá og með þessu ári en stefna á að fara hægt af stað. Innleiðing á rafrænum undirskriftum hjá Landsbankanum mun auka þjónustugæðin til muna fyrir fyrirtæki. Það mun auðvelda fólki að undirrita gögn hvar og hvenær sem er,ekki þarf að eltast eftir undirskriftum út um allt. Það er ljóst að það verður mikil hagræðing og sparnaður næst með innleiðingu rafrænna undirskrifta. Mikill ábati fyrir bankann og viðskiptavinina, þetta mun spara pappírskostnað,geymslu á pappír. Ásamt því að spara mikinn tíma og ferðalög fyrir viðskiptavininn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð - Dagný Helgadóttir.pdf | 629.93 kB | Lokaður til...19.06.2070 | Heildartexti | ||
20180509091219.pdf | 29.53 kB | Lokaður | Yfirlýsing |