is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30124

Titill: 
  • „Mamma segir að löggan komi og taki mann og læsi mann í fangelsi ef maður hlýðir ekki“: Viðhorf foreldra til lögreglu og áhrif þeirra á félagsmótun barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sambandi lögreglu og almennings hefur verið veitt töluverð athygli á undanförnum árum þar sem viðhorf, skoðanir og hugmyndir almennings um lögregluna eru í aðalhlutverki. Í ljósi þess að tiltölulega lítið er vitað um þessa þætti hjá börnum og ungmennum var ákveðið að skoða hvort um tengsl væri að ræða á milli viðhorfa foreldra til lögreglu og viðhorfa barna þeirra til lögreglu, þ.e.a.s. hvort að viðhorf foreldra geti haft áhrif á viðhorf barna þeirra. Gengið var út frá kenningum um félagslegt nám og fyrri rannsóknum þar sem sýnt er fram á hvernig hegðun og viðhorf foreldra geta haft mótandi áhrif á viðhorf barnanna, m.a. í gegnum félagsmótun. Til þess að leita svara við spurningunni um það hvort um sé að ræða tengsl á milli viðhorfa til lögreglu, notkunar foreldra á lögreglunni sem fælingarmáttar og hvort slík notkun leiði til neikvæðra viðhorfa gagnvart lögreglu var gerð eigindleg rannsókn þar sem átta einstaklingar tóku þátt. Umfjöllunin leiddi í ljós að allir þátttakendur höfðu jákvæð viðhorf til lögreglu og starfa hennar, báru traust til hennar og kváðust finna fyrir miklu öryggi í samfélaginu sem m.a. stafaði af vel unnum lögreglustörfum. Þrátt fyrir að allir foreldrarnir greindu frá atvikum þar sem þau hefðu notað lögregluna sem einskonar fælingarmátt eða „Grýlu“ í uppeldi barna sinna, virtist það ekki hafa komið að sök þar sem börnin höfðu öll jákvæð viðhorf til lögreglu.

  • Útdráttur er á ensku

    The relationship between the police and the public has received considerable attention in recent years, especially research focusing on public attitude, beliefs and ideas towards the police are in focus. Much is already known about these factors and their relation to the perspectives of adults, but less is known about how they affect youth is limited. Therefore, this thesis will focus on the causation of parental attitudes towards the police and youth’s attitudes towards the police by examining the causal relationship between parent and next of kin’s attitudes and beliefs towards the police. This will be done by viewing the topic through the lens of social learning theory. A relatively small study was conducted, were eight individuals participated. The findings of the study indicate that all the participants had positive attitudes, beliefs and ideas towards the police and their actions, felt like they could trust the police and that they felt secure and safe. Even though all the parents said they had used the police as a deterrent factor in the upbringing of their child/children, it does not seem to have negatively influenced the youth’s opinion towards the police since all the children who participated had positive attitudes towards the police.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Anna Jónína.pdf372.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf6.34 MBLokaðurYfirlýsingPDF