is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30131

Titill: 
  • „Séð hef ég köttinn syngja á bók“: Vísnabókin þá og nú
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um Vísnabókina með tilliti til vísna og mynda. Fyrst er litið til þess úr hvaða jarðvegi bókin sprettur. Stiklað er á stóru hvað varðar íslenskar barnabækur, barnaljóð og myndabækur áður en litið er til útgáfu Vísnabókarinnar.
    Símon Jóh. Ágústsson valdi vísurnar en Halldór Pétursson myndlistarmaður gerði myndirnar sem prýða bókina. Fyrsta útgáfa kom út árið 1946 en bókin hefur verið gefin út með jöfnu millibili síðan þá. Milli útgáfa urðu breytingar á efnistökum, bæði hvað varðar vísur og myndir, sem er áhugavert að skoða. Ritgerðin fjallar um einstaka myndir og vísur úr bókinni og því velt upp hvort bókin eigi erindi við 21. öldina. Hvað hefur bókin að geyma og hvernig hefur hún breyst milli útgáfa?
    Myndirnar eru flestar bjartar og fallegar en þó eru undantekningar þar á. Flestar eru svarthvítar en nokkrar eru þó í lit. Sumar myndir hafa fallið út eða breyst og því er vert að horfa til nokkurra breytinga sem orðið hafa í þeim efnum þó ótækt sé að fjalla um allar slíkar breytingar.
    Inntak vísnanna sýnir að margt hefur breyst frá því þær voru ortar. Vísurnar eru margar hverjar söngvænar og grípandi en það er vegna þess hve vel þær eru gerðar. Þess vegna er fjallað stuttlega um bragfræðileg einkenni sem sjá má í Vísnabókinni.
    Árið 1976 kom út platan Einu sinni var með þeim Gunnari Þórðarsyni og Björgvini Halldórssyni. Á plötunni voru vísur úr Vísnabókinni og seldist hún vel. Ári seinna gáfu þeir út aðra sambærilega plötu, Út um græna grundu, sem innihélt einnig vísur úr bókinni. Ljóst er að plöturnar gáfu vísum Vísnabókarinnar nýtt líf en margir þekkja þær í flutningi Björgvins og Gunnars.
    Vísnabókin er heildstætt listaverk sem saman stendur af vísum og myndum sem er athyglisvert að skoða með tilliti til þess hve langt er síðan hún kom út í fyrsta skipti.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30131


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAeyrunbjorg.pdf3.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_eyrunbjorg.pdf278.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF