is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30135

Titill: 
  • Einelti: Hafa eineltisáætlanir áhrif á tíðni eineltis í grunnskólum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Helsta viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða hvort eineltisáætlanir hafi áhrif á tíðni eineltis í grunnskólum á Íslandi. Vegna alvarleika eineltis er mikilvægt að grunnskólar séu með kerfisbundna eineltisáætlun og vinni markvisst að því að útrýma einelti. Margir íslenskir grunnskólar hafa innleitt eineltisáætlun Olweusar gegn einelti og andfélagslegu atferli, þar sem áhersla er lögð á að foreldrar, kennarar og annað starfsfólk skólans sé meðvitað um einkenni eineltis og vinni markvisst að því að útrýma því. Eineltisáætlun Olweusar hefur komið vel út úr fyrri rannsóknum sem sýna að hún beri góðan árangur í þeirri viðleitni að sporna gegn einelti í grunnskólum. Samkvæmt rannsóknum er einelti til staðar í öllum skólum alls staðar í heiminum. Markmið þessarar ritgerðar var að leita svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hafa eineltisáætlanir áhrif á tíðni eineltis í grunnskólum? Rannsóknir sýna að eineltisáætlanir hafa áhrif á tíðni eineltis. Með notkun kerfisbundinna eineltisáætlana má sjá að tíðni eineltis í grunnskólum minnkar. Öllum íslenskum grunn- og framhaldsskólum ber lagaleg skylda til að hafa upplýsta eineltisáætlun sem allt starfsfólk fylgir og geti því brugðist við með réttum hætti þegar á reynir. Því er ljóst að íslenskir grunnskólar eiga að fylgja virkri viðbragðsáætlun ef einelti kemur upp. Þó fylgja ekki allir grunnskólar á Íslandi þessum lögum. Lögum og reglugerðum um eineltisáætlanir á Íslandi virðist því á einhvern hátt ábótavant í íslenskum grunnskólum. Þau mættu vera skýrari og afmarkaðri og tryggt að þeim sé veitt eftirfylgd.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30135


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Matthildur_Björg_Bjarnadóttir_BA_PDF.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf1.61 MBLokaðurViðaukiPDF