is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30136

Titill: 
  • Hlutverk og skyldur aðstoðarfólks í NPA: Siðferðileg álitamál í samskiptum notenda og aðstoðarfólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verða hlutverk og skyldur aðstoðarfólks í notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) skoðuð með sérstakri áherslu á siðferðileg álitamál í samskiptum notenda og aðstoðarfólks. Leitað verður svara við rannsóknarspurningunum: Er til nákvæm skilgreining á því hvað starf aðstoðarfólks felur í sér? Hvert er umfang starfsins og hvar liggja siðferðisleg og lagaleg mörk? Er það hlutverk aðstoðarfólks að aðstoða fatlað fólk við að stunda kynlíf? Í byrjun verður farið yfir kenningar í félagsráðgjöf og saga löggjafar í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi skoðuð í samhengi við þróun hugmyndafræði í málaflokknum í Bandaríkjunum, Bretlandi og á hinum Norðurlöndunum. Sérstaklega verður fjallað um hugmyndafræðina um sjálfstætt líf og tengsl hennar við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. NPA er nátengd hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og saga þjónustunnar verður rakin bæði erlendis og hérlendis. Fyrst var minnst á NPA í íslenskum lögum árið 1992 og á árunum 1994 til 2011 voru ýmis smærri tilraunaverkefni um NPA sett á laggirnar. Frá 2011 til 2018 stóð yfir tilraunaverkefni sem var samstarfsverkefni sveitarfélaga, ríkis og samtaka fatlaðs fólks um innleiðingu á NPA.
    Árið 2016 vann Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands skýrslu um samstarfsverkefnið fyrir velferðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið þar sem tekin voru viðtöl við notendur og aðstoðarfólk um reynslu þeirra af NPA og lagðir fyrir spurningalistar. Í rannsókninni komu fram svipaðar niðurstöður og í erlendum rannsóknum, notendur eru ánægðir með NPA sem gefur þeim frelsi og sjálfstæði og aðstoðarfólki finnst vinna sín í þágu notenda mikilvæg. Starf aðstoðarfólks ræðst að lang mestu leyti af vilja notenda og samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf á það að vera þannig. Aðstoðarfólki finnst hins vegar vanta betri skilgreiningu á starfinu og meiri fræðslu til að vera meðvitað um réttindi sín og skyldur og hvert það geti leitað komi upp ágreiningsmál. Samskipti notenda og aðstoðarfólks eru mjög náin og þess vegna geta vaknað upp siðferðislegar spurningar í þjónustunni. Þetta geta verið þættir eins og þegar notandi biður aðstoðarmann um að aka á ólöglegum hraða, kaupa fyrir sig fíkniefni eða aðstoða sig við að njóta kynlífs.
    Þann 26. apríl 2018 var frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir samþykkt á Alþingi með öllum greiddum atkvæðum. Í kjölfarið má gera ráð fyrir því að NPA samningum fjölgi mikið á næstu árum og starfstétt aðstoðarfólks vaxi hratt. Það er því enn mikilvægara en áður að fræðsla til notenda og aðstoðarfólks verði betri og að opinber umræða um siðferðileg álitamál í NPA eigi sér stað.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlutverk og skyldur aðstoðarfólks í NPA- Lilja BA .pdf580.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lilja Yfirlýsing BA .pdf744.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF