is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30142

Titill: 
  • Aðgengi fyrir fatlaða: Lykill að jafnrétti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á seinasta áratugi hafa hérlendis verið tekin stór skref í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Annars vegar má nefna yfirfærslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga sem átti sér stað þann 1. janúar 2011 og hins vegar þegar samningur Sameinuðu þjóðana varð talinn fullgildur á Alþingi þann 20. september 2016. Þessi skref voru bæði framkvæmd með það að markmiði að tryggja fötluðu fólki möguleikann á sjálfstæðu lífi og fullri þáttöku í samfélaginu. Aðgengi fatlaðs fólks til jafns við aðra þjóðfélagsþegna er ákaflega mikilvægur þáttur í því að uppfylla þessi markmið.
    Í þessari ritgerð verður kannað hvaða áhrif aðgengi hefur á fatlað fólk, samfélagsþáttöku þeirra, ímynd, heilsu og líðan. Fjallað verður um lagaleg ákvæði sem kveða á um aðgengismál fatlaðs fólks ásamt því að skoða hvaða áhrif yfirfærsla málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga hafði á aðgengismál fatlaðs fólks. Þá verður fjallað um hvernig félagsráðgjafar geta nýtt fagþekkingu sýna og heildarsýn þegar unnið er með fötluðu fólki.
    Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós að slæmt aðgengi getur haft umtalsverð áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu fatlaðs fólks. Almennt býr fatlað fólk við lakara aðgengi að heilbrigðisþjónustu ásamt því að vera einn sá hópur sem er í mestri hættu á að verða fyrir félagslegri útskúfun, þar sem gott aðgengi er forsenda samfélagsþátttöku fatlaðs fólks. Leitast var við að kanna hvort lögum og samningi Sameinuðu þjóðana er varðar aðgengismál fatlaðs fólks væri framfylgt hér á landi, í ljós kom að því var ekki framfylgt að fullu leyti. Einnig voru aðgengismál fatlaðs fólks skoðuð með tiliti til yfirfærslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga, þar kom í ljós að yfirfærslan virtist hafa haft jákvæð áhrif á þróun aðgengismála á flestum þjónustusvæðum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð_lokaeintak_Jóna Ólafsdóttir.pdf480.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_BA.pdf776.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF