is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30143

Titill: 
  • „Hvílík eilífð er líf steinsins!“: Dulspeki í verki Þórbergs Þórðarsonar, Steinarnir tala.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þórbergur Þórðarson var ungur maður í upphafi síðustu aldar þegar mikið umrót varð á sviði trúarbragða og vísinda. Tímamótauppgötvanir riðluðu heimsmynd margra og fólk leitaði nýrra leiða til raða upp heillegri mynd af veröldinni. Þórbergur var engin undantekning en hann sökkti sér ofan í rit um guðspeki, spíritisma og jógafræði og fann í þeim grundvöll sem hann byggði á þá heimsmynd sem lýsir af verkum hans. En menning sú sem hann var hluti af í Suðursveit skapaði líka grunn þeirrar heimsmyndar.
    Í mörgum verka Þórbergs er persóna hans og líf í aðalhlutverki. Þess vegna er eðlilegt að skoða sögur hans að einhverju leyti út frá ævi hans en skáldið lét eftir sig ríkulegar heimildir í formi dagbóka og handrita. Í fyrstu bók Suðursveitarbálksins, Steinarnir tala, er það barnið, Bergur litli, sem er í aðalhlutverki auk sögumannsins, hins eldri og lífsreyndari Þórbergs, sem knýr söguna áfram. Aðalsöguhetjan, snáðinn litli, upplifir umhverfi sitt með öðrum hætti en flestir í kringum hann en hann sér líf og sál í öllum sköpuðum hlutum. Þeir sem fjallað hafa um verkið tengja sýn þessa við náttúrutrú (e. animism) en rætur hennar hafa þó ekki verið kannaðar til hlítar. Sumir hafa hins vegar talið söguna vera tilraun Þórbergs til að bjarga frá gleymsku þeirri menningu sem einkenndi Suðursveit.
    Í þessari ritgerð er ætlunin að skoða kenningar þeirra fræða sem mótuðu heimsmynd Þórbergs og kanna hvort hægt sé að setja hana í samhengi við þá náttúrutrú sem hann taldi hafa einkennt Suðursveit áður en efnishyggjan litaði hugsunarhátt fólks þar eins og annars staðar. Þórbergur kann að hafa ætlað sögunni af Bergi litla í Suðursveit stærra hlutverk en að vera til vitnis um menningu Suðursveitar eins og hún var þegar hann var að alast þar upp. Það gæti verið hlutverk hennar að setja náttúrutrú Suðursveitar í víðara alþjóðlegra samhengi.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð lokaútgáfa..pdf282.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing..pdf267.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF