is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30148

Titill: 
  • Laun og hvatakerfi stjórnenda í skráðum íslenskum hlutafélögum 2013-2016
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu er sett fram greining sem snýr að launum og hvatakerfum stjórnenda íslenskra félaga sem skráð eru á hlutabréfamarkað auk samanburðar við félög á dönskum markaði. Framboði opinberra upplýsinga eru gerð skil en íslensk félög kjósa flest að birta í ársreikningum sínum eins takmarkaðar og lítið sundurliðaðar upplýsingar og reglur leyfa á meðan dönsk félög veita almennt ítarlegri upplýsingar. Nýleg þróun í löggjöf Evrópusambandsins boðar frekari kröfur um upplýsingagjöf og gagnsæi.
    Almennt hafa laun stjórnenda og stjórnarmeðlima farið hækkandi á því tímabili sem er til skoðunar, 2013-2016, bæði á Íslandi og í Danmörku. Á báðum mörkuðum eru vísbendingar um að hækkanir launakjara hafi á tímabilinu verið mestar hjá þeim stjórnendum sem hafa legið um mitt launabil, þ.e. á miðju því bili sem launagreiðslur hópsins lágu á, eða við neðri mörk þess. Á dönskum markaði hefur þróun síðastliðinna ára verið í þá átt að hvatakerfi og samsetning launa líkist sífellt meira því sem tíðkast hefur á öðrum mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hlutur grunnlauna af heildarlaunum dregst saman og vænta fjármálaráðgjafar á dönskum markaði þess að sú þróun muni halda áfram á komandi árum. Aðeins tvö íslensku félaganna gáfu upplýsingar um grunnlaun stjórnenda. Hjá þeim fór hlutur grunnlauna hækkandi á tímabilinu 2013-2015 en hefur lækkað umtalsvert aftur árið 2016 sem gefur vísbendingar um að þóknanir aðrar en fastar þóknanir samkvæmt starfskjörum, s.s. kaupaukagreiðslur og langtímahvatar, færist aftur í aukana.
    Af þeim sautján íslensku félögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað eru fimm, eða um 29%, sem gefa upplýsingar um hlutabréfatengda hvata á tímabilinu. Íslensku félögin fimm voru nokkuð einsleit í útfærslu sinna hvatakerfa, þ.e. í formi hefðibundinna kauprétta. Athygli vekur að algengasta form dönsku félaganna (57%) voru árangurstengd/skilyrt hlutabréf (e. performance/restricted stock unit) en ekkert íslensku félaganna hafði árangurstengt þá hlutabréfatengdu hvata sem veittir voru stjórnendum og starfsmönnum. Á bæði íslenskum og dönskum markaði hefur þróunin verið á þá leið að greiðslur til stjórnarmeðlima hafa farið hækkandi á tímabilinu, 2013-2016, hvort sem litið er til stjórnarformanna eða stjórnarinnar í heild sinni.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc Ritgerð - Hildur Grétarsdóttir - rafrænt lokaeintak.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing um meðferð - skemma.pdf265.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF