is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30150

Titill: 
  • „Langar þig í bíltúr?" Um mállegan breytileika hjá einstaklingum með raskanir á einhverfurófi og meðraskanir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Einhverfa hefur fylgt manninum frá örófi alda. Ríkjandi staðalímynd einhverfs einstaklings er fámáll sérvitringur með gífurlega þekkingu á afmörkuðu efni sem gjarnan tengist tölum. Staðreyndin er þó sú að minnihluti einstaklinga með raskanir á einhverfurófi fellur að þessari staðalímynd. Einkenni einhverfu birtast á ótal mismunandi vegu, ekki síst í tungumálinu. Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á fjölbreyttar birtingarmyndir mállegrar tjáningar hjá einhverfum einstaklingum og skoða áhrif ýmissa algengra meðraskana á máltjáningu og samskiptafærni. Fjallað er um málleg einkenni sem tengjast röskunum á einhverfurófi og meðröskunum en einnig er fjallað um sögu einhverfunnar á Íslandi og lögð sérstök áhersla á þróun kennslu- og meðferðarúrræða fyrir einhverfa einstaklinga og áhrif þeirra á lífsgæði. Með hliðsjón af þeirri umfjöllun er mál fjögurra fullorðinna einstaklinga með raskanir á einhverfurófi og ólíkar meðraskanir skoðað. Í málsýnum sem tekin voru snemma árs 2018 má sjá margvísleg málleg einkenni sem borin eru saman með það að leiðarljósi að sýna fram á fjölþættar birtingarmyndir máls, tals og samskipta hjá einstaklingum með raskanir á einhverfurófi en þær mótast bæði af genatengdum og umhverfistengdum þáttum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerd Solrun Hedda.pdf862.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf131.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF