is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30151

Titill: 
  • Markaðsstarf íþróttafélaga. Hverjir eru sóknarmöguleikar Fimleikafélags Hafnarfjarðar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að kanna hvernig markaðsstarfsemi innan íþróttafélaga er frábrugðin markaðsstarfi hefðbundinna fyrirtækja. Áhugi á íþróttum fer ört vaxandi í heiminum og þar með talið á Íslandi, þá sérstaklega eftir velgengni landsliða okkar á stórmótum á síðastliðnum árum. Til þess að nálgast viðfangsefnið var byrjað á að skoða fræðin á bakvið markaðsstörf. Gerð var skýring á íþróttamarkaðsfræði og fær lesandi að kynnast sögu Fimleikafélags Hafnarfjaðar eins sigursælasta íþróttafélags landsins. Áhersla var lögð á markaðsstefnu, markaðsáherslu og vörumerkjastjórnun íþróttafélaga til þess að fá betri mynd á starfsemi fyrirtækja á þessum markaði. Til að fá betri innsýn í þennan áhugaverða heim var tekið viðtal við Birgi Jóhannsson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Fimleikafélags Hafnarfjarðar og Axel Guðmundsson, verkefnastjóra deildarinnar. Helstu niðurstöður voru að markaðssetning íþróttafélaga er frábrugðin markaðssetningu hefðbundinna fyrirtækja á þann hátt að hægt er að skipta henni og neytendahóp hennar í tvennt. Einnig kom í ljós að Fimleikafélag Hafnarfjarðar á sóknarmöguleika í netverslun og markaðssetningu á samfélagsmiðlum, ásamt því að eiga það sameiginlegt með öðrum íþróttafélögum hérlendis að notfæra sér leikmenn og aðrar fyrirmyndir betur í markaðsstarfi. Ljóst er að FH hefur komið mörgum leikmönnum bæði úr handbolta og fótbolta út í atvinnumennskuna og þarf félagið að tengja sig betur við þá styrkleika og ímynd sem það hefur til þess að ná til markhópa sinna.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðsstarf íþróttafélaga - Lokaskil.pdf538.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Úlfar K. Svansson.pdf142.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF