is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30152

Titill: 
 • Afleiðingar skilnaðar foreldra á líðan barna: stuðningur félagsráðgjafa
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fjöldi hjónabanda og sambúða á Íslandi endar með skilnaði, reynsla sem er í flestum tilvikum erfið fyrir börn. Hætt er við að þau lendi á milli deiluaðila ef upp koma deilur við slíkar aðstæður. Samkvæmt rannsóknum fræðimanna getur skilnaður eða sambúðarslit foreldra haft ýmis konar afleiðingar í för með sér fyrir börn, svo sem lakari lífskjör, sálræn-, félagsleg- og hegðunarvandamál eða námsörðugleika. Einstaklingar sem upplifðu skilnað foreldra í æsku geta glímt við afleiðingar tengdum þessari reynslu sem getur haft áhrif á þau sem maka eða foreldri seinna meir. Skýrt forspárgildi um líðan barna og aðlögunarhæfni þeirra í kjölfar skilnaðar foreldra eru samskipti á milli foreldranna, þar sem lélegt eða ófullnægjandi samstarf foreldranna getur valdið því að afleiðingar skilnaðar geta fylgt þeim fram á fullorðinsár. Einnig hefur það áhrif hvort annað foreldrið hverfi úr lífi barnsins til lengri eða skemri tíma en það getur valdið því að barnið upplifi höfnun auk þess sem stuðningsnet þeirra minnkar og gisnar.
  Í barnalögum nr. 76/2003 kemur skýrt fram að barn á rétt á reglubundinni umgengni við það foreldri sem það býr ekki með og bera báðir foreldrar ábyrgð á því að því sé framfylgt.
  Markmiðið með þessari ritgerð er að skoða hvaða áhrif það hefur á börn ef foreldrar þeirra skilja eða slíta sambúð, bæði strax í kjölfarið og til lengri tíma litið.
  Hægt er að sammælast um að ef gengið er út frá nokkrum lykilatriðum er hægt að lágmarka neikvæð áhrif skilnaðar foreldra á börn. Hagsmunir barns skulu ávallt hafðir í fyrirrúmi þegar taka þarf einhverjar ákvarðanir tengdar barninu, og samkvæmt því sem kom fram við gerð þessarar ritgerðar þá þarf foreldrasamvinna að vera góð og foreldrar að tala vel um hvort annað við barnið, svo barnið komi sem best út úr þessu. Varðandi aðstoð fyrir barnið ef það á erfitt með að vinna úr skilnaði foreldra virðist hópmeðferð koma sterkt inn sem úrlausn, þar sem þá sér barnið að það er ekki eitt í þessari stöðu eða er öðruvísi en önnur börn, heldur getur samsvarað sig með jafningjum sínum. Einnig kom fram að kyn hefur umtalsvert að segja um líðan barna en ekki bara aldur. Eftir tveggja ára aldur eru stelpur mun móttækilegri fyrir ýmis konar vanlíðan og hegðunarörðugleikum en strákar ef þær fá ekki að eyða svipuðum tíma með móður og föður í kjölfar skilnaðar.

Samþykkt: 
 • 9.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30152


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A ritgerð skil-pdf.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf296.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna