is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30155

Titill: 
  • Skóli án aðgreiningar. Velferð nemenda og faglegt samstarf í grunnskólum
  • Titill er á ensku Inclusive education. Welfare of students and professional cooperation in elementary schools
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Helsta viðfangsefni ritgerðarinnar er menntastefnan skóli án aðgreiningar og hvernig þörfum ólíkra nemenda er mætt í skólakerfinu og verður því leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver er staða framkvæmdar á menntastefnunni skóli án aðgreiningar í dag? Hvernig gæti sérfræðimenntun félagsráðgjafa nýst þegar þörfum ólíkra nemenda er mætt í grunnskólum?
    Árið 2017, níu árum eftir að menntastefnan skóli án aðgreiningar var innleidd í lög hér á landi, kynnti Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfir niðurstöður sínar á úttekt um skóla án aðgreiningar á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum úttektarinnar er talin þörf á víðtækum kerfisbreytingum með skóla án aðgreiningar að leiðarljósi. Út frá niðurstöðum ritgerðarinnar má draga þá ályktun að staða framkvæmdar á menntastefnunni skóli án aðgreiningar sé ekki nægilega góð í dag og að grunnskólar séu ekki í stakk búnir til að sinna þörfum ólíkra nemenda.
    Lítið er um þverfaglegt samstarf ólíkra fagaðila í grunnskólum í dag og mikið hefur verið fjallað um álag innan menntakerfisins á Íslandi síðustu ár. Niðurstöður úttektar Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir leiða í ljós að starfsfólk grunnskóla telur grunnmenntun sína ekki næga til faglegrar starfsþróunar í undirbúningi fyrir skóla án aðgreiningar. Það er því mikilvægt að skoða hvernig skólinn getur sem best sinnt lögbundnum velferðarhlutverkum sínum. Náms- og starfsráðgjafar hafa upplifað mikið álag við að veita nemendum persónulega ráðgjöf og fundist þeir fara inn á sérfræðisvið annarra fagstétta eins og félagsráðgjafa. Eitt af helstu hlutverkum félagsráðgjafa er að veita persónulega ráðgjöf en hún felst í að aðstoða nemendur sem eiga í félagslegum-, námslegum og/eða tilfinningalegum vanda. Draga má þá ályktun að mikil þörf sé á félagsráðgjöfum innan grunnskóla á Íslandi í dag.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30155


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rafræn yfirlýsing - Skemman.pdf106.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF
mpr2_FRG261L_BAritgerð.pdf459.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna