is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30156

Titill: 
  • Ýtir neysla kannabisefna undir geðrænan vanda hjá ungmennum. Hvaða afleiðingar hefur kannabisneysla og hvaða úrræði eru í boði hér á landi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir kannabisneyslu ungmenna og hvort neyslan hafi áhrif á geðrænan vanda. Kannabisneysla ungmenna er vaxandi vandamál hér á landi þar sem unglingar byrja gjarnan neyslu mjög ungir. Það veldur miklum áhyggjum þar sem að margar rannsóknir hafa sýnt fram á að orsakatengsl séu á milli kannabisneyslu og geðröskunar hjá ungmennum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að kannabisneysla hefur mun verri áhrif á ungmenni heldur en fullorðna einstaklinga.
    Það eru margir þættir sem geta leitt til þess að unglingar byrji að neyta vímuefna, en vímuefnaneysla ungmenna er oft afleiðing margra ólíkra áhættuþátta. Einnig er talið að tengslamyndun við fjölskyldu og vini skipti miklu máli varðandi það hvort að unglingur byrji að neyta vímuefna. Mikilvægt er að reyna að koma í veg fyrir eða seinka neyslu ungmenna, þar sem að afleiðingar vímuefna leggjast mun verr á unglinga heldur en fullorðna einstaklinga. Þessi ritgerð er heimildaritgerð og voru upplýsingar fengnar úr rannsóknum, ritrýndum fræðigreinum, bókum, skýrslum og lögum. Niðurstöður þessarar heimildaritgerðar sýna fram á að kannabisneysla hafi slæmar afleiðingar á ungmenni og að kannabisneysla geti ýtt undir geðrænan vanda. Þegar úrræði ungmenna með vímuefnavanda og geðrænan vanda voru skoðuð hér á landi kom í ljós að flest úrræði hér á landi sérhæfa sig einungis í öðrum hvorum vandanum, vímuefnaneyslu eða geðrænum vanda. Það skortir því verulega úrræði hér á landi fyrir ungmenni sem leggja áherslu á bæði vandamálin.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30156


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - lokaútgáfa pdf.pdf521.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf80.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF