is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3016

Titill: 
  • Raunfærnimat og sjúkraliðabrú til styttingar á sjúkraliðanámi : ólíkar leiðir að sama marki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samkvæmt framtíðarspá Heilbrigðisráðuneytisins mun á komandi árum vanta fagfólk í umönnunarstörf og vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar mun vanta sjúkraliða. Eftir nokkra vinnu árið 2005 innan ráðuneyta, hjá landlækni og meðal sjúkraliða var ákveðið að bjóða ófaglærðum starfsmönnum á heilbrigðisstofnunum upp á námsleið, svokallaða sjúkraliðabrú, þar sem starfsreynsla og starfstengd námskeið eru viðurkennd til styttingar á sjúkraliðanámi. Tilgangur brúarnámsins er að gefa þeim sem litla formlega menntun hafa möguleika til náms sem lýkur með sjúkraliðamenntun, en það er til önnur leið að sama marki. Sú leið er raunfærnimat og einn aðaltilgangur þess er að meta færni fólks burtséð frá hvar og hvernig hennar hefur verið aflað. Raunfærni og mat á henni eru hugtök sem hafa verið í umræðunni víða um heim svo og hér á landi í tengslum við styttingu á námi.
    Við verkefnavinnuna var gagna og heimilda víða leitað. Bækur og rit um nám og kennslu fullorðinna voru lesin, leitað var til opinberra aðila, vefsíður lesnar og farið á ráðstefnur þar sem fjallað var um málefni fullorðinna námsmanna í víðu samhengi. Í þessu verkefni er greint frá sögu og þróun sjúkraliðanámsins, hugmyndum og kenningum um nám fullorðinna, tilurð sjúkraliðabrúarinnar, raunfærni og mat á henni.
    Forkröfur í sjúkraliðabrúnna og raunfærnimat verða borin saman í verkefninu til að sjá hvað er ólíkt með þessum leiðum.

Samþykkt: 
  • 9.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3016


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
helgadoggsverrisdottir_fixed.pdf453.34 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna