Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30162
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er fjármálaráðgjöf út frá sjónarhorni félagsráðgjafar. Rannsóknir hafa sýnt fram á hvernig fjármálalæsi geti stuðlað að breyttum fjárhagslegum venjum og að ýmsar sálfélagslegar ástæður liggi oft að baki fjármálaákvörðunm. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða sérstaklega hvað ákvarðar fjármálahegðun fólks og hvers vegna félagsráðgjafar geti veitt fjármálaráðgjöf. Sérstök áhersla er á að skoða hvernig sálfélagslegir þættir hafi áhrif á hegðun og hæfni félagsráðgjafa til þess að veita fjármálaráðgjöf. Fjallað verður um rannsóknir sem skoða hegðun út frá ólíkum sálfélagslegum þáttum þar sem áhersla verður á persónuleika, félagslega stöðu ásamt líffræði- og umhverfisþáttum. Niðurstöður sýna að sálfélagslegir þættir hafa mikið að segja um fjármálahegðun fólks. Þá sýna þær jafnframt fram á að hvernig félagsráðgjafar geta nýtt kenningar og vinnuaðferðir í félagsráðgjöf við fjármálaráðgjöf. Þeir einblína helst á persónuleika fólks og styrkleika ásamt helstu umhverfis þáttum og meta fjármálahegðun með heildarsýn í huga. Ólíkar vinnuaðferðir þeirra gefa þeim einnig tækifæri til þess að sinna stórum hópi skjólstæðinga og mæta þar með fjölbreyttum þörfum þeirra. Ljóst er að taka þarf enn meira tillit til fjármálahegðunar og setja fram fleiri rannsóknir sem skoða hana sérstaklega og hvers vegna fólk hefur tilhneigingu til þess að eyða fjármunum
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerðin í sniðmáti_Margrét Aðalbjörg Blængsdóttir 08.05.2018.pdf | 530.79 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing MAB 8.5.2018.pdf | 423.97 kB | Lokaður | Yfirlýsing |