Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30171
Í þessari BA ritgerð verður fjallað um heilabilunarsjúkdóminn Alzheimer og áhrif hans á einstaklinginn og nánustu aðstandendur. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á áhrif sjúkdómsins á andlega og líkamlega heilsu maka einstaklingsins, ásamt mikilvægi þjónustuúrræða fyrir bæði einstaklinginn og maka hans. Til að ná settu markmiði er leitast við að svara eftirfarandi ritgerðarspurningum: Hvaða áhrif hefur sjúkdómurinn á nánustu aðstandendur einstaklings sem þjáist af Alzheimer? Hvaða þjónusta er í boði fyrir einstaklinginn og maka hans? Hvað mætti betur fara?
Maki getur upplifað ákveðið hjálparleysi eftir greiningu á Alzheimer. Um er að ræða ólæknandi sjúkdóm og framhaldið er því mjög óljóst. Helstu niðurstöður verkefnisins eru að betur mætti huga að andlegri heilsu í stuðningi við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Einnig sýna niðurstöður fram á mikilvægi samskipta á milli stuðningsneta einstaklingsins. Með því að vinna með aðstandendum er hægt að bæta gæði þjónustu til einstaklingsins.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð_Karen_Birna_Ómarsdóttir.pdf | 959.76 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing_Karen_Birna_Ómarsdóttir.pdf | 445.13 kB | Locked | Supplementary Documents |