is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30173

Titill: 
  • Fortölur og undanlátssemi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllun þessi snýr annars vegar að því að kanna hvaða þættir í fari einstaklinga gera fortölur þeirra áhrifaríkar og hins vegar hvaða þættir í fari einstaklinga kalla fram undanlátssemi hjá öðrum.
    Rannsóknir benda til þess að þeir þættir í fari einstaklinga sem ýta undir áhrifaríkar fortölur megi annars vegar rekja til yfirborðslegra þátta þess sem beitir fortölunum og hins vegar til þeirra eiginleika sem hlustandinn telur þann sem beitir fortölum hafa. Rekja má áhrifaríkar fortölur einnig til innihalds skilaboða og einkenni raddar þess sem beitir fortölunum, ásamt tilfinningaástandi hlustandans.
    Rannsóknir virðast einnig benda til þess að þeir þættir í fari einstaklinga sem stuðla að undanlátssemi í öðrum megi rekja til atferlis beiðandans, þar sem beiðandinn ráðskast með ýmsa þætti er snúa að tilhneigingum mannsins. Til að mynda það að ráðskast með tilhneigingu mannsins til að vilja endurgjalda greiða, ásamt því að ráðskast með tilhneigingu mannsins er snýr að félagslegri gildisgjöf, viðbrögðum við lögmætu valdi, áhrifum gagnkvæmnisreglunnar og innri samkvæmni mannsins. Auk áðurnefndra þátta virðist hrós, ásamt því að láta beiðni líta út fyrir að vera hluti af sameiginlegu markmiði, auka líkur á undanlátssemi.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð (Magnús).pdf782.97 kBLokaður til...01.01.2021HeildartextiPDF
Skemman, lýsing.pdf47.68 kBLokaðurFylgiskjölPDF