Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30175
Fylgdarlaus börn hafa verið til töluvert í umræðu í samfélögum víða og tengist umræðan meðal annars aldursmati og viðbrögðum stjórnvalda við þörfum þessa hóps. Aldursmat er sérstaklega umdeilt mál í vinnu félagsráðgjafa víðs vegar í Evrópu og nú einnig hér á Íslandi. Erfitt hefur reynst að finna jafnvægi milli mannúðarsjónarmiða og svo hlutverki ríkisins í stýringu aðgangs fylgdarlausra barna í þjónustu og nauðsynlegar bjargir. Markmið ritgerðarinnar er að kanna stöðu þekkingar á málefnum fylgdarlausra flóttabarna með áherslu á siðferðileg álitamál. Markmið ritgerðarinnar er enn fremur að kanna umræðu sem lýtur að siðferðilegum álitamálum í málsmeðferð og þjónustu við fylgdarlaus flóttabörn. Rannsóknarspurning er: Hver eru helstu álitamál í umræðu um málsmeðferð og þjónustu við fylgdarlaus flóttabörn? Og hver eru sjónarmið félagsráðgjafar í þessari umræðu?
En niðurstöður leiða í ljós þær niðurstöður að aldrursgreiningarferlið reynist fylgdarlausum börnum afar erfitt þar sem aðferðirnar sem notaðar eru við greiningu ganga þeim of nærri. Niðurstöður úr rannsóknarskýrslu Unicef sem gefin var út 2018 leiddi í ljós að Norðurlöndin öll brjóta á Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna hvað varðar réttindi fylgdarlausra flóttabarna (Unicef, 2018). Rétturinn virðist þurfa að koma skýrar fram í löggjöf frekar en reglugerðum og bregðast þarf við þörfum barnanna. Niðurstöðurnar benda einnig til að félagsráðgjöf sé sú starfsstétt sem vinnur hvað mest með fylgdarlausum börnum og er kunnátta þeirra á barnarétti og menningarnæmi vel til þess fallinn að þjónusta börnunum á viðeignadi hátt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð. Rannveig Elba Magnúsdóttir- A.pdf | 411.37 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
[Untitled].pdf | 32.68 kB | Lokaður | Viðauki |