is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30176

Titill: 
  • Áhrifaþættir í aðlögun innflytjenda og hlutverk félagsráðgjafa í vinnu með innflytjendum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru helstu áhrifaþættir sem koma að aðlögun innflytjenda í nýju samfélagi og hvert hlutverk félagsráðgjafa sé í starfi með innflytjendum með tilliti til aðlögunar. Mikil aukning hefur verið á því að innflytjendur komi og setjist að á Íslandi. Við fólksflutninga hefst aðlögunarferli þar sem innflytjendur þurfa oftast að reyna að samsama sig við nýjan menningarheim. Þegar kemur að aðlögun þá eru ákveðnir þættir sem spila inn í þó að vægi þeirra geti verið mismikið. Með þessari aukinni flóru innflytjenda þá er Ísland að verða fjölmenningarlegra en með því eykst þörf á því að félagsráðgjafar hafi þekkingu á fjölmenningarlegri félagsráðgjöf. Niðurstöður ritgerðarinnar sýndu að hérlendis hefur verið lítið fjallað um áhrifaþætti aðlögunar innflytjenda að íslensku samfélagi og lítil þekking er til staðar á þeim hérlendis, bæði hafa verið gerðar fáar rannsóknir á áhrifaþáttum aðlögunar innflytjenda á Íslandi og þá á hvaða þættir hafa áhrif á farsæla gagnkvæma aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Með skoðun á stöðu þekkingar almennt á áhrifaþáttum aðlögunar var komist að þeirri niðurstöður að mikilvægasti þátturinn til þess að aðlögun fari vel er að í boði séu jöfn tækifæri. Þegar skoða mátti þau tækifæri sem í boði voru hérlendis þá virtist sem að þau væru ekki jöfn fyrir alla íbúa. Innflytjendur eiga til dæmis síður tækifæri til þess að stunda menntun hérlendis en innfæddir Íslendingar. Brýna þarf fyrir ríkinu að stuðla betur að því að fram fari gagnkvæm aðlögun á milli innflytjenda og því umhverfi sem við búum í með því að hafa til dæmis skýrari stefnu og framkvæmdaráætlun. Til þess að aðkoma félagsráðgjafa geti skipt máli þegar hugað er að aðlögun innflytjenda þá er mikilvægt að félagsráðgjafinn tileinki sér fjölmenningarfélagsráðgjöf. Fjölmenningarfélagsráðgjöf er grunnurinn fyrir félagsráðgjafann til þess að geta skilið hvernig aðlögun getur haft áhrif á viðkomandi og að hvaða þáttum þarf að stuðla til að aðlögunin verði góð.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
StefaníaChan_BAritgerð.pdf442.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf7.09 MBLokaðurYfirlýsingPDF