is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30178

Titill: 
  • Fjölskyldan skiptir máli: Mikilvægi þess að eiga góða fjölskyldu meðan á fangelsisvist stendur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um einstaklinga sem hafa þurft að afplána dóm í fangelsi og samskipti þeirra við fjölskyldur sínar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að góð tengsl við fjölskyldu meðan á fangelsisvist stendur og að henni lokinni dregur úr líkum á endurkomu í fangelsi. Einstaklingar sem brjóta af sér koma oft frá brotnum fjölskyldum þar sem gerir það að verkum að stuðningsnet þeirra er lélegtt á meðan á afplánun stendur sem og við lok afplánunar. Þetta er alls ekki algilt og að sjálfsögðu eru margir einstaklingar sem hafa brotið af sér og lent í fangelsi, sem eiga sterk og góð sambönd við fjölskyldur sínar. Þegar einstaklingur lýkur afplánun stendur hann frammi fyrir ýmsum erfiðleikum við að aðlagast samfélaginu að nýju. Eru þetta erfiðleikar líkt og að finna sér þak yfir höfuðið, fjárhagserfiðleikar, finna sér vinnu á ný og endurvekja rofin tengsl.
    Frá því einstaklingur fæðist myndar hann tengsl við aðra í kringum sig og eru grunntengsl mikilvæg þegar kemur að því að mynda tengsl í framtíðinni. Þessi grunntengsl geta skipt sköpum því bæði er einstaklingur sem á í góðum tengslum við fólkið sem stendur honum næst. Einstaklingur með góð tengsl í samfélaginu eftir afplánun er ólíklegri til þess að brjóta af sér aftur. Hann á líka auðveldara með að aðlagast samfélaginu eftir afplánun. Fangelsisvist einstaklings getur haft víðtæk áhrif á ástvini og oft rofna tengsl hans við aðra fjölskyldumeðlimi sem getur reynst öllum hlutaðeigandi mjög erfitt. Til þess að stuðla að bættri endurkomu fanga í samfélagið á ný er mikilvægt að fjölskyldum þeirra sé veittur stuðningur, ekki síst til að þær geti stutt þann sem inni situr. Fá úrræði í þessum efnum eru í boði hérlendis, þess vegna var litið til úrræða sem hafa verið nýtt erlendis og reynst vel.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30178


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Ritgerd-FINAL-FINAL .pdf447.11 kBLokaður til...13.12.2020HeildartextiPDF
Yfirlysing.pdf410.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF