is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30183

Titill: 
  • Félagsleg einangrun meðal einstaklinga með geðfötlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar heimildaritgerðar er að skoða hvað einkennir hóp einstaklinga með geðfötlun á Íslandi, með áherslu á félagslega einangrun. Þá er því velt upp hvaða úrræði eru í boði fyrir þessa einstaklinga hér á landi og hvort og þá hvernig hvernig þau draga úr félagslegri einangrun þessa hóps. Geðraskanir geta komið í veg fyrir félagslega virkni meðal einstaklinga, en það getur leitt til félagslegrar einangrunar. Samskipti eru gjarnan takmörkuð meðal einstaklinga sem glíma við geðfötlun og algengt er að þau sambönd sem eru til staðar séu ekki náin. Fordómar og stimplun (e. stigma) í samfélaginu geta ýtt undir félagslega einangrun meðal þessa hóps. Rannsóknir sýna að almenningur forðast að eiga í samskiptum við einstaklinga með geðraskanir og hefur það áhrif á lífsgæði einstaklinga. Þeir sem glíma við geðraskanir geta upplifað minni félagslega virkni og minni lífsþrótt en aðrir. Rannsóknir hafa sýnt að hvers konar þátttaka í samfélaginu, eins og virkni á atvinnumarkaði eða í sjálfboðaliðastarfi getur verið jákvæð fyrir þá sem glíma við geðraskanir. Með því að stunda vinnu upplifa einstaklingar stöðugleika og tilgang. Atvinnumöguleikar þessa hóps geta verið takmarkaðir. Ýmis úrræði sem draga geta úr félagslegri einangrun eru í boði fyrir einstaklinga með geðraskanir. Markmið úrræðanna eru yfirleitt að stuðla að meiri félagslegri virkni meðal notenda. Samkvæmt rannsóknum nýtir stærsti hluti notenda sér ekki samfélagsleg úrræði. Notendur eru sammála um að upplýsingagjöf frá fagfólki varðandi úrræði sé ábótavant. Fagfólk getur með hvatningu og aðstoð hjálpað einstaklingum með geðræn vandkvæði að auka félagslega virkni og sporna gegn félagslegri einangrun.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Asta_Erla_Jakobsdottir.pdf875.41 kBLokaður til...31.12.2138HeildartextiPDF
yfirlysing.pdf636.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF