en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30187

Title: 
  • Title is in Icelandic Kynjuð félagsmótun: Áhrif umhverfis á kynhugmyndir ungra barna
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Umhverfi barna og þau uppeldisskilyrði sem þau búa við geta átt mikinn þátt í upplifun þeirra á réttu og röngu í lífinu. Ritgerðin varpar ljósi á þennan þátt félagsmótunar barna og áhrifin sem umhverfið hefur á sjálfsmynd þeirra. Markmið ritgerðarinnar var að skoða umhverfi ungra barna með tilliti til staðalmynda og kynjunar. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hefur félagslegt umhverfi ungra barna áhrif á kynhugmyndir þeirra? Starf félagsráðgjafa var sérstaklega skoðað í þessu samhengi og hvernig þverfagleg þekking og heildarsýn félagsráðgjafa geta haft áhrif á kynhugmyndir barna. Ákveðið var að skoða fyrst og fremst leikskólaaldur barna, rýna í umhverfi barna á þeim aldri og reyna að greina hvort þar væri eitthvað sem mætti betur fara.
    Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að það er margt í umhverfi barna sem mótar þau og hefur áhrif á kynhugmyndir þeirra. Stærstur hluti af mótun barnanna fer fram inni á heimili þeirra eða í leikskóla. Því er mikilvægt fyrir þá sem vinna náið með börnum að vera meðvitaðir um áhrifin sem umhverfið kann að hafa og sporna gegn mismunun kynjanna. Niðurstöður rannsókna sýna einnig að þeir sem vinna með börnum telja sig vinna með jafnrétti að leiðarljósi en þegar nánar er að gætt mætti margt vera betur gert. Það er mikilvægt fyrir félagsráðgjafa sem vinna með börnum og öðru fagfólki að vera vel upplýstir og meðvitaðir um jafnrétti kynjanna til að geta beitt sér og brugðist við þegar það á við. Jafnrétti kemur öllum við. Þeir sem vinna með börnum eru mikilvægar fyrirmyndir og hafa áhrif á sjálfsmynd og hegðun barnanna.

Accepted: 
  • May 9, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30187


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA - Ritgerð - kmj11 LOKA pdf.pdf654.3 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing.pdf119.21 kBLockedYfirlýsingPDF