en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30191

Title: 
  • Title is in Icelandic Þeim mislíkaði/mislíkuðu aðferðir kennarans. Um samræmi við nefnifallsandlag
Degree: 
  • Bachelor's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er breytileiki í beygingarsamræmi sagna við nefnifallsandlag. Breytileikinn felst í því að sagnir sem hafa nefnifallsandlag geta bæði samræmst andlaginu í tölu og ekki. Þannig er bæði hægt að segja Mér líkuðu (ft.) heitir drykkir eða Mér líkaði (et.) heitir drykkir. Í ritgerðinni er sagt frá rannsókn á breytileika í samræmi við nefnifallsandlag. Markmið rannsóknarinnar var að kanna möguleg áhrif frá merkingarhlutverki og tölu þágufallsfrumlagsins á samræmi sagna við nefnifallsandlag. Þátttakendur í rannsókninni voru 480 talsins og þar með er þetta næststærsta rannsóknin á samræmi við nefnifallsandlag. Þá er hún sú fyrsta sem markvisst hefur rannsakað áhrif merkingarhlutverks þágufallsfrumlagsins. Rannsóknin byggði á 12 setningum sem könnuðu samræmi við nefnifallsandlag og í hverri setningu var eyða þar sem þátttakendur fylltu inn þá sagnmynd þeim þótti eðlilegust en þeim var gefin upp ákveðin sögn hverju sinni.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu sterkar vísbendingar um áhrif frá merkingarhlutverki og tölu þágufallsfrumlagsins. Sagnir með markfrumlög, sbr. Mér bauðst/buðust heitir drykkir, voru töluvert líklegri til þess að samræmast nefnifallsandlagi í fleirtölu en sagnir með skynjandafrumlög, sbr. Mér líkaði/líkuðu heitir drykkir, sem bendir til þess að merkingarhlutverk frumlagsins hafi áhrif á samræmið. Þá voru sagnir sem höfðu þágufallsfrumlag í fleirtölu líklegri til þess að samræmast nefnifallsandlagi í fleirtölu en þær sem höfðu frumlag í eintölu. Fleirtala þágufallsfrumlagsins virðist því geta ýtt undir samræmi ef nefnifallsandlagið er einnig í fleirtölu. Auk þess kom fram mikill breytileiki hjá einstaklingum en langflestir málhafar völdu bæði samræmi og samræmisleysi.

Accepted: 
  • May 9, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30191


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BAritgerð-Birgitta.pdf582.12 kBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlysing.pdf291.73 kBLockedYfirlýsingPDF