is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30192

Titill: 
  • Fæðingarþunglyndi: Áhrif á fjölskyldulíf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða hvaða áhrif fæðingarþunglyndi mæðra hefur á maka, fjölskylduna í heild sinni og stöðu hennar. Fjallað verður um þau jákvæðu og neikvæðu áhrif sem brjóstagjöf getur haft á líðan mæðra og tengingu milli þeirra og ungbarnsins. Enn fremur verður skoðað hvernig félagsráðgjafar geta komið að og nýtt þekkingu sína við meðferðir hjá mæðrum með fæðingarþunglyndi.
    Að eignast barn er lífsviðburður sem oftast veitir mikla hamingju og lífsfyllingu fyrir fjölskyldu erfingjans. Hins vegar er það ekki alltaf svo því sumar konur geta fundið fyrir mikilli vanlíðan í kjölfar barnsburðar. Þessi vanlíðan getur síðan þróast út í fæðingarþunglyndi. Fæðingarþunglyndi er algengara en margir gera sér grein fyrir og fylgir því oft skömm sem getur gert það að verkum að þessar mæður leiti sér ekki hjálpar. Heilbrigðisstarfsmenn leika stórt hlutverk í að vera vakandi fyrir einkennum sjúkdómsins svo hægt sé að veita viðeigandi meðferð. Mikilvægt er fyrir móður að tengjast nánum tilfinningaböndum við barn sitt strax eftir fæðingu, því rannsóknir sýna að þessi tenging hefur jákvæð áhrif á þroska barnsins. Geðlæknirinn John Bowlby taldi að langvarandi aðskilnaður móður og barns hefði neikvæð áhrif og myndi óörugg tengsl milli þeirra. Brjóstagjöf er þáttur sem getur hjálpað til við tengslamyndun og er sagt að hún geti komið í veg fyrir eða stuðlað að skjótari bata mæðra með fæðingarþunglyndi. Fæðingarþunglyndi hefur ekki einungis áhrif á einstaklinginn heldur fjölskylduna sem heild. Þegar meðlimur fjölskyldu finnur fyrir vanlíðan hefur það áhrif á aðra í fjölskyldunni og á sambönd innan hennar. Félagsráðgjafar geta gegnt mikilvægu hlutverki þegar kemur að stuðningi við mæður sem kljást við fæðingarþunglyndi. Uppbyggjandi fræðsla til móður og fjölskyldu hennar getur skipt sköpum hvað varðar líðan konunnar og skilning aðstandenda á sjúkdómnum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30192


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fæðingarþunglyndi- Áhrif á fjölskyldulíf. Snædís Gerður .pdf455.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlýsing.pdf55.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF