is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30195

Titill: 
 • Sígaretturnar mínar, hringurinn hans og frakki nafnlausa mannsins: tvífarar, hlutverkaleikur og neysla í The Talented Mr. Ripley og Ripley's Game
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ripley-sögur Patriciu Highsmith fjalla um fágaða glæpamanninn og svikahrappinn Tom
  Ripley sem er alls ekki allur þar sem hann er séður. Hann notast við búninga, fölsk nöfn
  og lygar til þess að ná fram vilja sínum, hvað svo sem það er í hverri sögu. Hér er fjallað
  um hvernig hlutverkaleikur er notaður í tveimur af sögunum, The Talented Mr. Ripley
  og Ripley's Game. Í The Talented Mr. Ripley notar Tom Ripley hlutverkaleik til þess að
  umbreyta sjálfum sér í tvífara af manni sem hann álítur að lifi eftirsóknarverðu lífi til
  þess að sleppa frá fortíð sinni – hann vill yfirgefa sjálf sem hann fyrirlítur. Í Ripley's
  Game skapar Jonathan Trevanny hlutverk sem hann getur leikið meðan hann fremur
  morð til þess að finnast hann ekki bera ábyrgð á því. Hlutverkið virkar sem skel sem ver
  sjálfsmynd hans fyrir merkingu gjörða hans.
  Í báðum sögunum nota persónurnar neysluvörur, föt og hugmyndir um hvernig
  aðrir sjá þær til þess að skilgreina hlutverkin sem þeir kjósa að leika og sjálfsmynd
  þeirra í andstæðu við þessi hlutverk sem þeir álíta að passi ekki við sjálf þeirra.
  Tvífaraminnið birtist nokkrum sinnum á óbeinan hátt í þessum textum í gegnum þessa
  umbreytingu frá „raunverulega“ sjálfinu yfir í hlutverkið sem þjónar einhverjum
  nauðsynlegum tilgangi.

 • Útdráttur er á ensku

  The Ripliad by Patricia Highsmith chronicles the adventures of the cultured charlatan
  and criminal Tom Ripley who quite often isn't who he appears to be. He uses costume,
  false names and forgeries to get his way, whatever his intent is in each story. In this
  article we examine how roleplaying is used in two of the books in the Ripliad, The
  Talented Mr. Ripley and Ripley's Game. In The Talented Mr. Ripley Tom uses
  roleplaying to transform himself into the exact double of a rich man whose life he
  wishes to emulate in order to escape from what he considers his sordid past. In Ripley's
  Game Jonathan Tevanny creates a character to play while he commits a murder. The
  character works as a sort of protective shell for his moral self-image which is meant to
  keep the meaning of his criminal actions from impacting his idea of himself.
  In both of these stories Tom Ripley and Jonathan Trevanny use various
  consumer products, clothing and other factors of public and personal perception in order
  to define the roles they create and to define their self-image in opposition to these roles.
  The literary device of the double presents itself indirectly through their transformation
  from their “real” self into the roles they create to do things they believe clash with their
  self image.

Samþykkt: 
 • 9.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ripley Ritgerð ívar lokaform.pdf227.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
32191452_10216393789576612_3096612463399927808_n.jpg306.96 kBLokaðurYfirlýsingJPG