is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30198

Titill: 
  • Tilfinningar í rýminu – innan og utan rammans. Wassily Kandinsky og stemningafræðin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Lokaritgerð þessi er unnin til BA-prófs í listfræði við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni, Tilfinningar í rýminu – innan og utan rammans: Wassily Kandinsky og stemningafræðin, er reynt að beita hinu nýfyrirbærafræðilega hugtaki stemningar (eða andrúmslofts) við greiningu á abstraktlist Wassilys Kandinsky. Fjallað er um kenningu Toninos Griffero um stemningar sem dreifðar tilfinningar í tilteknu rými, og kynnt eru ýmis lykilhugtök hennar (m.a. tilfinningatengd skynspeki, hálfhlutir, hinn lifaði líkami og hið lifaða rými). Þar næst er litið á heimspekilegar skoðanir og listfræðikenningar Kandinskys, og bent er á vissan skyldleika milli þeirra og stemningafræðinnar. Í lokin eru nokkur óhlutbundin málverk eftir listamanninn skoðuð, með hliðsjón af samanburðinum á fræðilegri undirstöðu þeirra og kenningunni um stemningar. Þótt upplifun og lýsing á slíkum myndum verði alltaf að einhverju leyti einstaklingsbundnar virðist vera hægt að færa rök fyrir samskynrænum áhrifum myndmálsins og sérstakri rýmisvirkni, sem er ekki takmörkuð við innra rými myndarinnar heldur nær til hins lifaða rýmis áhorfandans.

Samþykkt: 
  • 9.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lorenzo Imola - Lokaritgerð.pdf997.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf19.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF