is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3020

Titill: 
  • Critical Success Factors in Project Management: An ethical perspective
Titill: 
  • Árangursþættir í verkefnastjórnun - Siðferðilegt sjónarhorn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Síðan 1950 hefur mikil vinna verið lögð í rannsóknir á árangri verkefna og hefur orðið til mikil þekking sem í dag er hægt að finna í fræðum verkefnastjórnunar. Hugmyndir og aðferðir hafa verið þróaðar og hafa farið frá því að hafa þrönga og einfalda sýn á árangursmælingar, með tíma, kostnað og gæði sem aðalmarkmið, til þess að verða fjölvíddar líkön og aðferðir sem horfa ekki aðeins á áhrif verkefnis á nútíðina heldur einnig á framtíð. Árangursþættir hafa verið rannsakaðir, árangursmarkmið skilgreind og um 80 greinar og bækur skrifaðar um efnið. Þegar staða þekkingar á árangri í verkefnum er skoðuð í samhengi við siðferði í verkefnum þá kemur í ljós að vinkill á árangri verkefna hefur ekki verið mikið skoðaður.
    Fyrra markmið rannsóknarinnar var að meta stöðu árangursmælinga í verkefnastjórnun meðal verkefnastjóra. Seinna markmið verkefnisins er að skoða hvort verkefnastjórar meta siðferðilega þætti í verkefnum sínum sem árangursþætti.
    Í rannsókninni var beitt megindlegri rannsóknaraðferð sem gekk út á vefkönnun sem send var út. Þýði svarenda var skilgreint sem allir verkefnastjórar á Íslandi sem tekið hafa IPMA gráðu hjá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands en þetta eru um 220 verkefnastjórar. IPMA gráðan er alþjóðlegur staðall sem byggir á hæfni verkefnastjóra. Notkun staðalsins gerir nýliðun og þróun verkefnastjóra markvissari hjá fyrirtækjum. Könnunin samanstóð af bakgrunnsspurningum sem notaðar voru í úrvinnslu, fullyrðingum varðandi árangur í verkefnum og síðan fullyrðingum varðandi siðferðilega þætti verkefna.
    Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að verkefnastjórar nota almennt hina klassísku árangursmælikvarða fyrir verkefnisárangur sem eru tími, kostnaður og gæði, en minna en helmingur þeirra nær að standast þá. Þrátt fyrir þetta telja þeir verkefnin skila árangri.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna meðal annars að um 71-79% verkefnastjóra skilgreina venjulega árangursmælikvarða fyrir tíma, kostnað og gæði í sínum verkefnum en aðeins um 55% skilgreina árangursmælikvarða fyrir ánægju viðskiptavinar. Einnig mátti lesa úr niðurstöðunum að um 42-47% verkefna klárast að meðal tali innan tímamarka, kostnaðaráætlunar og annarra verkefnismarkmiða. Þrátt fyrir þetta þá heppnast verkefnin í flestum tilfellum vel og hafa jákvæð áhrif á viðskiptavininn, verkefnisteymið og skipulagsheildina. Hvað siðferði varðar þá telja minna en helmingur verkefnisstjóra að þeir hafi þau verkfæri sem þeir þurfa til að meta siðferði verkefna og aðeins þriðjungur framkvæmir siðferðilega áhættugreiningu í sínum verkefnum.
    Ritgerðin kynnir að lokum aðferðafræði sem verkefnastjórar geta notað sem verkfæri til að meta siðferðilega þætti verkefna þeirra. Aðferðarfræðin dregur fram mögulega veikleika í verkefninu sem verkefnastjórar verða síðan að velta fyrir sér og taka á. Gildi aðferðarfræði sem þessarar er sú að verkefnisstjórar horfi ekki fram hjá siðræðnum gildum í sínum verkefnum heldur horfi á þau sem hluta af árangursþáttum verkefna. Aðferðarfræðin á að virka sem hvati á siðferðisvitundina og hvetja verkefnisstjóra til góðra verka.

Samþykkt: 
  • 9.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3020


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SFS_Meistaraverkefni_fixed.pdf2.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna