is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30201

Titill: 
 • Andstaðan við EES-samninginn: Afstaða stjórnmálaflokkanna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um pólitíska andstöðu við aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Deilan um EES-samninginn varð mjög hörð fyrir Alþingiskosningar árið 1991, en undirbúningsviðræður höfðu staðið yfir frá árinu 1989. Samningurinn fól í sér tollalækkanir fyrir íslenskan sjávarútveg ásamt óheftum aðgangi að evrópskum markaði. EES-andstæðingar börðust hins vegar á móti honum vegna þess að þeir töldu að hann mundi skerða fullveldi Íslands og stæðist ekki stjórnarskrá. Hér verður sjónum beint að andstöðu við EES-samninginn, einkum eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins var mynduð vorið 1991.
  Þrír flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Kvennalisti klofnuðu í afstöðu sinni til samningsins. Greind verða rök andstæðinga EES-samningsins, þar sem áhersla verður lögð á fullveldisframsalið auk annarra þátta af efnahagslegum, félagslegum og lagalegum toga. Hér má nefna rök eins og t.d. þau að samningurinn mundi leiða til aukins atvinnuleysis, til kaupa erlendra aðila á íslenskum jarðeignum, veita erlendu ríkisborgurum búseturéttindi með þeim afleiðingum að kjör verkamanna og kvenna gætu versnað.
  Gerð eru grein fyrir helstu rökum og röksemdafærslum andstæðinga EES-samningsins á Alþingi og sýnt er fram á hvernig rökin og áherslurnar eru misunandi eftir flokkum og einstaklingum. Fullveldið var rauði þráðurinn en fjölmörg önnur rök voru einnig til staðar. Ásamt þessu verður sýnt fram á hversu erfiður EES-samningurinn var viðfangs en hann leiddi til þverpólitískrar klofningar, utan og innan ríkisstjórnarinnar og út af mismunandi forsendur.
  Gerð eru grein fyrir helstu rökum og röksemdafærslum andstæðinga EES-samningsins á Alþingi og sýnt er fram á hvernig rökin og áherslurnar eru misunandi eftir flokkum og einstaklingum. Fullveldið var rauði þráðurinn en fjölmörg önnur rök voru einnig til staðar. Ásamt þessu verður sýnt fram á hversu erfiður EES-samningurinn var viðfangs en hann leiddi til þverpólitískrar klofningar, utan og innan ríkisstjórnarinnar og einnig út af mismunandi forsendum

Samþykkt: 
 • 11.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing skila á BA-ritgerð.jpeg645.2 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Andstaðan við EES-samninginn - Patrekur Örn Oddsson.pdf480.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna