is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30203

Titill: 
  • Selir eru fólk í álögum: Mismunandi tilbrigði íslensku selkonusögunnar, útbreiðsla og þróun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • „Selir eru fólk í álögum“ heitir stutt frásögn í safni Jóns Árnasonar sem fjallar um uppruni sela sem sæskepnur en virkar einnig sem undirstaða sagnanna um seli sem geta breytt sér í fólk og trú manna á tilvist þeirra. Af þessum sögum er sagan um selkonuna vinsælust en hana má ekki aðeins finna á Íslandi heldur hefur hún flakkað í mismunandi formum um önnur sambærileg sjávarpláss, þar með talið Skandinavíu, Bretland og víðar í Evrópu. Í þessari ritgerð mun ég taka fyrir flökkusöguna um selkonuna, sögu hennar og ferðir um afmarkað svæði. Jafnframt mun ég bera saman mismunandi tilbrigði hennar sem finnast á Íslandi, skoða tengsl hennar við hafmeyju- og svanjómfrúarsöguna og greina söguna í sögulegu samhengi út frá áætluðum útbreyðslutíma hennar og algengum túlkunum en einnig mun ég fara yfir þær breytingar sem hún hefur gengið í gegnum með tímanum.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30203


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerd Valgerdur Ploder.pdf333.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing vpj1.pdf144.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF