is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30204

Titill: 
  • Auðlindasjóður: Stjórnunarfyrirkomulag og mögulegt umfang á Íslandi
  • Titill er á ensku Natural Resource Fund: Management, Size and Objective
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Náttúruauðlindasjóður byggir á tekjum sem koma frá náttúruauðlindum. Áhugi fyrir slíkum sjóðum hefur farið vaxandi og þeim fjölgaði mikið eftir síðustu aldamót. Flestir erlendir auðlindasjóðir byggja á óendurnýjanlegum auðlindum, þ.e. auðlindum sem munu þrjóta þegar fram líða stundir. Til stendur að stofna þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum Íslands og byrjað verði á orkuauðlindinni. Auðlindarenta er ein forsenda fyrir myndun auðlindasjóðs en mikil auðlindarenta getur orðið til í íslenskum orkuiðnaði. Almennt er litið svo á að auðlindirnar séu þjóðareign og að rentu af þeim eigi að nýta í þágu þjóðarinnar. Auðlindasjóðir heimsins eru margs konar og misjafnt er hvort sjóðir hafi skilað árangri. Við framkvæmd þjóðarsjóðs er mikilvægt að hafa góðar reglur og framfylgja þeim. Miklu máli skiptir að sjóðurinn hafi skýr markmið, fjármálareglur, fjárfestingarreglur, að vel sé greint frá verkaskiptingu sjóðsstjórnar og að siðareglum sé komið á. Mikilvægt er að upplýsingar um sjóðinn séu opinberaðar reglulega og endurskoðun birt en einnig er grundvallaratriði að hafa sterkt og sjálfstætt eftirlit með sjóðnum. Umfang þjóðarsjóðs á Íslandi gæti orðið mjög mikið og mikilvægt er að stuðla að sanngjarnri og hagkvæmri skiptingu ábatans. Orkuauðlindin er endurnýjanleg auðlind og því gætu inngreiðslur í sjóð haldið áfram um ókomna tíð. Til stendur að nýta sjóðinn til að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum og afmarkaður hluti ráðstöfunarfjár hans á að vera notaður í að efla nýsköpun og styðja við vöxt og þroska sprotafyrirtækja og til átaks í uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir elstu kynslóðina. Þjóðarsjóður er tilvalinn til að fjárfesta erlendis og fá ávöxtun á arðgreiðslurnar. Eyrnamerking til ýmissa útgjalda getur verið hentug en þegar ríkisstjórn handvelur verkefni sem sjóðurinn ætti að styrkja myndast ákveðinn freistnivandi. Sjóðurinn gæti orðið mjög umfangsmikill og mögulegt væri að nýta hann til skattalækkana eða eingreiðslna til íbúa landsins en þannig gætu landsmenn fundið vel fyrir beinum ábata af auðlindum landsins.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Auðlindasjóður.pdf828.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf2 MBLokaðurYfirlýsingPDF