is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30206

Titill: 
 • Hafa tryggðarkerfi áhrif á tryggð gagnvart vörumerki?: Hvers virði eru tryggðarkerfi?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fyrirtæki á samkeppnismarkaði eru sífellt að keppast um viðskiptavini. Það getur verið dýrt að þurfa að endurnýja stóran hluta viðskiptastofnsins á hverju ári. Að eignast trygga viðskiptavini er því lykilatriði í flestum rekstri. Ýmislegt hefur verið reynt til þess að sporna við hárri viðskiptavinaveltu. Eitt af því eru tryggðarkerfi en þeim er ætlað að hjálpa fyrirtækjum að halda lengur í sína arðbærustu viðskiptavini.
  Markmið þessarar rannsóknar var að reyna að komast að því hvort og þá hvernig tryggðarkerfi virka. Hafa þau raunverulega áhrif á tryggð viðskiptavina gagnvart vörumerkjum? Hefur skynjað virði tryggðarkerfisis áhrif á tryggð gagnvart vörumerkinu og/eða tryggðarkerfinu? Einnig var athugað hvort að venja, þægindi, hvatar og tilboð, orðspor og skortur á valmöguleikum hefði áhrif á tryggð ásamt lýðfræðilegum þáttum.
  Notast var við megindlega rannsóknaraðferð í formi spurningalista sem byggður var á nýlegri erlendri rannsókn. Alls tóku 220 manns þátt í rannsókninni en notast var við hentugleikaúrtak.
  Helstu niðurstöður sýna að það er alls óvíst að tryggðarkerfi skili tilætluðum árangri. Að minnsta kosti virðast tryggðarkerfi á íslenska markaðinum ekki gera það. Ástæðurnar eru meðal annars að meðlimir skynja verðmæti þeirra ekki nógu hátt og að verðlaunin í þeim eru ekki nógu fjölbreytt.

Samþykkt: 
 • 11.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafa tryggðarkerfi áhrif á tryggð gagnvart vörumerki.pdf600.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Smári.pdf164.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF