is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30207

Titill: 
  • Það skiptir máli að gegna bæði faglegu og kjaralegu hlutverki: Sögulegt yfirlit yfir kjaraþróun leikskólakennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar var að skoða sögu Félags leikskólakennara og sjá á hvaða hátt kjaraþróun stéttarinnar hefur breyst til dagsins í dag með tilliti til kjara, menntunar og virðingar. Einnig til að sjá hvaða áhrif breytingar á nám og lögverndun starfsheitisins hafa haft fyrir stéttina. Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem unnin var á tímabilinu september 2017 til apríl 2018. Þátttakendur í rannsókninni voru átta sérfræðingar sem komið hafa á einn eða annan hátt að kjaraþróun og menntun leikskólakennara. Allir þátttakendur höfðu langa reynslu af kjaramálum og störfum tengdum því. Tekin voru opin viðtöl við þátttakendur með ákveðna áherslu og spurningaramma til hliðsjónar.
    Þar sem að um sögulega rannsókn er að ræða að hluta til þá var leitað í gömlum og nýjum gögnum þar sem að saga Félags leikskólakennara er skráð. Á þann hátt var skoðað hvernig fag- og stéttarfélagið hefur þróast í áranna rás og hvernig menntun leikskólakennara hefur breyst og þróast. Einnig var unnið með fræðilegar heimildir og farið yfir fræðilega umfjöllun um vinnumarkaðsfræði, kenningar, hugtökin fagþróun og sérfræðingur, ásamt því að fjalla um þau samskipti sem eiga sér stað á íslenskum vinnumarkaði.
    Helstu niðurstöður sýna að í dag efast fáir um ágæti þess starfs sem unnið er í leikskólum landsins. Leikskólinn er viðurkenndur sem fyrsti skóli barnsins og stefnan er að öllum börnum skuli gefið tækifæri á að sækja leikskóla. Hins vegar þarf stórátak í kjörum leikskólakennara og leita þarf allra leiða til að mennta fleiri til starfa í leikskólum. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í uppeldi og menntun barna og því mikilvægt að samfélagið og þeir sem koma að kjörum leikskólakennara líti þá sem slíka. Liður í því er að fá ungt fólk til að koma auga á leikskólann sem spennandi kost þegar kemur að náms- og starfsvali. Því skiptir máli að leikskólinn sé samkeppnishæfur við önnur fyrirtæki og stofnanir á vinnumarkaðnum.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kjaraþróun leikskólakennara - Hulda Þorbjörg Stefánsdóttir.pdf1.51 MBLokaður til...11.05.2020HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_16.pdf147.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF