is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30208

Titill: 
  • Þegar unglingsstúlka verður móðir: Fræðileg samantekt
Útdráttur: 
  • Unglingsárin eru mikilvæg mótunarár og tími breytinga í lífi hvers einstaklings en þegar móðurhlutverkið bætist þar ofan á geta fylgt ýmsar krefjandi áskoranir sem heilbrigiðisstarfsfólk þarf að huga að. Mikilvægt er að ljósmæður hafi gott innsæi í líðan og reynslu unglingsmæðra og nýti sér gagnreynda þekkingu í starfi til þess að tryggja þeim besta mögulega þjónustu á hverjum tíma. Í þessari fræðilegu samantekt var sérstök áhersla lögð á að kanna áskoranir og vandamál sem tengjast unglingaþungunum ásamt því að kanna þarfir unglingsmæðra, þjónustu við þær og úrræði sem standa þeim til boða. Sjónum var sérstaklega beint að upplifun unglingsstúlkna á þjónustunni og líðan þeirra í barneignarferlinu. Heimilda var leitað í gagnasöfnunum Leitir, Pubmed, Cinahl, ScienceDirect og ProQuest og í heild voru notaðar 17 rannsóknargreinar ásamt fræðilegum samantektum, fræðigreinum, klínískum leiðbeiningum og fleiru.
    Við fræðilega úttekt kom í ljós að rannsóknir hafa sýnt fram á fylgni ýmissa líkamlegra og sálfélagslegra þátta við það að verða unglingsmóðir. Þá geta líkamlegir áhættuþættir í unglingaþungunum verið blóðleysi; röskun á næringarástandi s.s. offita; meðgöngueitrun; meðgönguháþrýstingur og kynsjúkdómar. Þá voru einnig skoðaðir sálfélagslegir þættir og greindu unglingsstúlkur frá því að þær fyndu fyrir depurð, einmanaleika og fordómum ásamt því að þunglyndiseinkenni voru algengari. Ljósmæður virðast vera lykilstuðningsaðilar unglingsmæðra í barneignarferlinu og hefur verið almenn ánægja með þjónustu þeirra í gegnum tíðina þrátt fyrir að nýlegar rannsóknir sýni að stuðningi og þjónustu sé ábótavant og þörf sé á aukinni fræðslu, almennum upplýsingum og stuðningi.
    Brýn þörf er á nánari úttekt á barneignarþjónustu hérlendis og þörf er á að setja fram klínískar leiðbeiningar með það að markmiði að veita einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir þennan hóp kvenna. Lítið er um rannsóknir á efninu og því væri áhugavert að leggjast í rannsóknarvinnu til þess að raddir þessara kvenna fái að heyrast og unnt verði að sérsníða þjónustuna að þeirra þörfum.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30208


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - skemman.pdf333.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf1.87 MBLokaðurYfirlýsingPDF