en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/30211

Title: 
  • Title is in Icelandic Tíðni keisaraskurða á Íslandi 1997-2015 með notkun Robson flokkunar
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Inngangur: Tíðni keisaraskurða hefur vaxið mikið síðustu áratugi og hefur sú þróun valdið áhyggjum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sett fram að ásættanleg tíðni keisaraskurða sé á bilinu 10-15%. Samanburður milli landa og stofnana hefur verið erfiður vegna skorts á stöðluðum ábendingum fyrir keisaraskurði. Robson flokkunarkerfið var sett fram til að auðvelda mat, samanburð og eftirlit á tíðni keisaraskurða milli landa og stofnana. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lagði til notkun Robson flokkunar árið 2015 og er það notað víða með góðum árangri. Í Robson flokkuninni flokkast allar fæðandi konur í 10 flokka á grundvelli sex fæðingafræðilegra þátta. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða hópar kvenna eru líklegastir til að fara í keisaraskurð á Íslandi, hvaða hópar leggja mest til heildartíðni keisaraskurða og hvernig þessir hópar breyttust á tímabilinu 1997 til 2015. Auk þess að kanna tíðni fæðingaútkoma innan Robson hópa.
    Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og spannaði allar fæðingar 1997-2015. Gögnin voru úr Fæðingaskrá Embættis landlæknis. Hlutfallsleg stærð, tíðni keisaraskurða og hlutdeild í heildartíðni keisaraskurða var reiknuð fyrir hvern Robson hóp fyrir hvert ár og tímabilið í heild. Hlutfall milli Robson hópa 1 til 4 var reiknað fyrir hvert ár. Tíðni átta fæðingaútkoma var reiknuð fyrir hvern Robson hóp fyrir tímabilið: Framköllun fæðingar, keisaraskurður án hríða, keisaraskurður eftir upphaf hríða, áhaldafæðing, 3.-4. gráðu spangaráverkar, burðarmálsdauði, óhófleg blæðing, Apgar við 5 mínútur undir 7 stigum.
    Niðurstöður: Tíðni keisaraskurða á rannsóknartímabilinu var 16,4% og var stöðug og nærri þeim viðmiðum sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með. Konur með sögu um fyrri keisaraskurð áttu stærsta hlutdeld í heildartíðni keisaraskurða (5,1%) og voru líklegastar til að fara í keisaraskurð. Aukning varð á tíðni framkallana á tímabilinu meðal frum- og fjölbyrja án sögu um fyrri keisaraskurð með einbura í höfuðstöðu fæddan á tíma en tíðni framkallana hjá frumbyrjum fór út 13% í 28% og hjá fjölbyrjum úr 12% í 23,7%. Þessi aukning virðist ekki hafa hækkað tíðni keisaraskurða en hún lækkaði um 1,1% til 4,8% innan þessara hópa á tímabilinu. Robson hópur 3 var hlutfallslega stærstur á tímabilinu (37,8%) og tíðni keisaraskurða var hæst innan Robson hóps 9 (97,6%).
    Ályktun: Tíðni keisaraskurða á Íslandi er nærri þeirri tíðni sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með og var stöðug á rannsóknartímabilinu. Fjölgun framkallana virtist ekki auka tíðni keisaraskurða. Hlutdeild hóps kvenna með sögu um fyrri keisaraskurð í heildartíðni keisaraskurða er hæst og eru konur í þeim hóp líklegastar til að fara í keisaraskurð. Áherslu ætti að leggja á að komast hjá fyrsta keisaraskurði, til að draga úr líkum á fleiri keisaraskurðum síðar á ævinni.

Accepted: 
  • May 11, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30211


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hekla.Sigurdardottir_tidni.keisaraskurda.pdf1.01 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Doc 10 May 2018 at 17-58.pdf260.25 kBLockedYfirlýsingPDF