is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30212

Titill: 
  • Menningarbundin mismunun: Kenningar Bourdieus um viðhald félagslegrar mismununar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er heimildaritgerð sem miðar að því að gefa yfirsýn yfir helstu kenningar Pierre Bourdieu og hans helstu áhersluefni og hugtök. Sérstök áhersla hans er á þá virkni og þá ferla innan samfélagsins sem endurskapa og viðhalda félagslegri mismunun. Að mati Bourdieu felst dulbúið vald í yfirráðum í yfirburðum vissra hópa innan samfélagsins yfir menningu þess. Þessir hópar eru efri stéttir samfélagsins og vald þeirra, sem er dulbúið og óskynjað af flestum, felst í stjórnun og skilgreiningarvaldi yfir því hvað telst gild menning. Þeirra menningu er hyglt á kostnað öðrum birtingarmyndum menningar innan samfélagsins og yfirburðum hennar miðlað í gegnum skólakerfið. Menntun og skólun eru þá svið aðgreiningar og viðhalds þeirrar aðgreiningar.
    Arfleið Pierre Bourdieu er sett í samhengi við nokkra af helstu forvígismönnum félagsfræðinnar sem fræðigreinar. Þetta eru Karl Marx, Max Weber og Émile Durkheim. Marx greindi það hvernig samfélagið og stéttaskipting innan þess endurskapar sig umhverfis efnahagslega þætti þess og Weber lagði til félagslega vídd við þá greiningu. Durkheim sá hvernig formgerðir samfélagsins, þar á meðal menntun og hlutverk fjölskyldunnar, breyttist í kjölfar iðnbyltingarinnar. Ákveðin hlutverk breyttust eða öllu heldur færðust á milli þessara formgerða.
    Auk þessa eru reifaðar nokkrar rannsóknir úr samtíma Bourdieu og nýlegri rannsókn sem er varpað fram til marks um þau miklu áhrif sem Bourdieu hafði á fræðigreinina. Þau áhrif eru umtalsverð og hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á grundvelli hugmynda hans.
    Gagnrýni á kenningar Bourdieu hefur verið margvísleg. Komið er inn á nokkur helstu álitaefni sem varpað hefur verið upp í því samhengi.
    Þýðingar á hugtökum Bourdieu eru fengnar úr Félagsfræði Menntunar eftir Gest Guðmundsson (Gestur Guðmundsson, 2012).

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlynur Örn Sigmundsson - Bourdieu.pdf409.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16.pdf144.33 kBLokaðurPDF