is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30213

Titill: 
  • Landbúnaður í þróun eða stöðnun? Byggð og búfé í Vatnsdal 1785-1852
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Landbúnaður var undirstaða íslensks samfélags á 18. og 19. öld. Hér verður landbúnaður í Húnavatnssýslu tekinn til skoðunnar. Skoðað verður hvort breytingar hafi orðið á landbúnaði með því að rannsaka búfjáreign og fólksfjölda. Tímabilið sem verður tekið fyrir er frá árinu 1785 til 1852 og verður Vatnsdalur í Austur-Húnavatnssýslu meginsvið ritgerðar. Hann verður skoðaður í tengslum við það sem var að gerast í Húnavatnssýslu og landinu öllu ásamt því að skoða það sem aðrir fræðimenn hafa rannsakað á sömu sviðum og tímabilum.
    Áherslan verður lögð á að kanna hvort landbúnaður í Vatnsdal hafi verið í þróun eða stöðnun. Þá er mikilvægt að athuga hvort fólki og búfénaði var að fjölga eða fækka, hvort náttúruhamfarir og veður voru áhrifavaldar. Einnig verður tekið til skoðunar hvers konar land bændur voru að nýta.
    Frumheimildir sem voru notaðar við skrifin voru búnaðarskýrslur frá 1875-1852, prestsþjónustubækur frá Grímstungu-, Undirfells- og Þingeyrarsókn frá sama tíma, jarðamat sem gert var 1849, jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem gerð var í upphafi 18. aldar, túnakort frá 1920 sem dæmi. Rannsóknir sem notaðar voru við skrifin voru til dæmis landbúnaðarsaga sem Árni Daníel Júlíusson skrifaði, Saving the child, bók Ólöfu Garðarsdóttur um dánartíðni ungabarna, auk ýmissa tímaritsgreina.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru að landbúnaður var að breytast og fólki var að fjölga í Vatnsdal, bæði þeim sem fæddust og vegna fólksflutninga til Vatnsdals. Búfénaði fjölgaði einnig þá sérstaklega sauðfé. Það var vegna þeirra afurða sem bændur fengu og gátu selt í kaupstað. Verslun fór að skipta miklu máli fyrir bændur í Húnavatnssýslu. Veðurfar og náttúruhamfarir í upphafi tímabilsins sem var rannsakað hafði áhrif á bændur í Húnavatnssýslu og afkomu þeirra. Matjurtagarðar urðu algengari því nær sem dró að 20. öld og menn fóru í ver til að afla fiskjar. Bændur í Vatnsdal notuðu allt það land sem þeir höfðu að ráða yfir bæði fyrir beit búpenings og til að heyja fyrir veturinn. Landbúnaður í Vatnsdal 1785-1852 , þróaðist í átt að markaðsbúskap og fólksfjölgunar á tímabilinu.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Landbúnaður í þróun eða stöðnun? Byggð og búfé í Vatnsdal 1785-1852.pdf1,65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð verkefnis :Hafdís Líndal.jpeg1,76 MBLokaðurYfirlýsingJPG