en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30214

Title: 
  • Title is in Icelandic Frávik í máli og tali barns með CP (heilalömun)
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um frávik í máli og tali barns með taugasjúkdóminn CP (e. Cerebral Palsy) og því velt upp hvort greinarmunur sé á frávikum þess og frávikum barna með hefðbundinn þroska, þar sem því hefur verið haldið fram að börn með taugasjúkdóma glími við frávik að öðrum toga en önnur börn. Regluleg framburðarfrávik sem oft koma upp hjá börnum verða því höfð til hliðsjónar. Einnig verður fjallað um helstu skrefin í máltöku barna, til að mynda hversu fljót þau eru að læra og ná tökum á hljóðum móðurmáls síns. Þegar börn tileinka sér hljóð tungumálsins er eðlilegt að þau beri þau ekki rétt fram um tíma, þá er brottfall hljóða, samlögun og skiptihljóð meðal frávika. Einnig verða gerð nánari skil á taugasjúkdómnum CP og fjallað um hvaða áhrif hreyfihömlun sem fylgir sjúkdómnum getur haft á líkamsstarfsemi barns, til dæmis virkni talfæra og áhrif þess á myndun hljóða.
    Fjallað verður um sjö ára dreng með CP, sem í umfjölluninni fær dulnefnið Davíð, og skoðuð málsýni frá honum. Málsýnin voru greind með forritinu Málgreini (Jóhanna Thelma Einarsdóttir og Stefán Carl Peiser, 2016) og frávik hans skoðuð nánar með hliðsjón af reglulegum frávikum barna. Málgreinir greinir meðallengd segða, heildarfjölda orða, fjölda mismunandi orða og hlutfall málfræðivillna. Niðurstöður Davíðs eru skoðaðar með hliðsjón af viðmiðum um máltjáningu hjá börnum sem eru um ári yngri (Jóhanna Thelma Einarsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir, 2015) þar sem viðmið fyrir eldri börn eru ekki til. Framburðarfrávik Davíðs voru auk þess af öðrum toga en gengur og gerist. Framburðarfrávik hans voru til að mynda mjög óregluleg, þar sem orð gat birst með miklum frávikum en síðan hefðbundnum framburði stuttu seinna. Þar að auki komu fram einkenni sem rekja má til þvoglumælis, en þvoglumæli kemur ekki fram hjá börnum með eðlilegan þroska. Niðurstöður þessarar ritgerðar benda því til þess að börn með taugasjúkdóma geti átt við óregluleg frávik að stríða og að frávikin vari lengur en telst eðlilegt í máltöku barna með eðlilegan þroska.

Accepted: 
  • May 11, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30214


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ritgerð.pdf365.35 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman_yfirlysing_16.pdf108.34 kBLockedYfirlýsingPDF