Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/30215
Ritgerðin fjallar um hvort að það sé siðferðilega ámælisvert að horfa á kvikmynd þegar einhver úr hópi framleiðenda, leikstjóra eða leikara hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Efni ritgerðarinnar skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta verður fjallað um samband listamanna við listina. Það verða útskýrðar þrjár hugsanlegar afstöður. Stuðst verður við hugmyndir Barthes Roland, Garret Leah Garret, John Bleasdale og Gregory Bernstein. Þá verður fjallað um þá afstöðu að það sé siðferðilega ámælisvert að horfa á kvikmynd þegar einhver úr hópi framleiðenda, leikstjóra eða leikara hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Farið verður yfir menningarleg rök út frá hreyfingunni sem kennir sig við myllumerkið #metoo, en einnig verður skoðað það sem Melissa Silverstein og Mariam Bale hafa fram að færa til umræðunnar. Í öðrum hluta verður hin hlið málsins skoðuð. Fjallað verður um margs konar rök sem halda því fram að sniðganga sé óæskileg leið til þess að bregðast við ásökunum um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Síðan verður íhugað hvort að það sé ósanngjarnt að hvetja til sniðgöngu vegna siðferðisbrestar eins eða fleiri aðila og hvort að ásökun sé nægilegt skilyrði til að hvetja til sniðgöngu. Stuðst verður við hugmyndir Scott Berkun, Josh Dickey, Jed Perl og Meghan McKenna. Í þriðja hluta verður fjallað um hlutverk almenningsálitsins og takmarkanir þess út frá kenningum John Stuart Mill og Pierre Bourdieu. Það verður farið vandlega yfir réttindi einstaklinga og hvenær það sé í lagi að hafa afskipti af þeim. Þá verður fjallað um hvort hægt sé að misnota almenningsálitið í þágu fárra og þeirri spurningu jafnframt velt upp hvort að eitthvað sem kalla má almenningsálit sé yfir höfuð til. Leitast verður við að útskýra hvort það sé við hæfi að boða til sniðgöngu kvikmyndar þegar einhver úr hópi framleiðenda, leikstjóra eða leikara hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Í lokaorðum ritgerðarinnar er allt vegið og metið og komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki siðferðilega ámælisvert að horfa á slíkar kvikmyndir.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA-Ritgerð Bjarki Garðarsson.pdf | 531.03 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing. Bjarki Garðarsson.pdf | 263.78 kB | Locked | Yfirlýsing |