is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30220

Titill: 
 • „allir fatahönnuðir á Íslandi eru fátækir" Hvernig nýtast tengslanet í ferli rótfestingar fyrir tískufrumkvöðla á Íslandi?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknin snýr að nýtingu tengslaneta í rótfestingarferli íslenskra tískufrumkvöðla.
  Markmið rannsóknar var að kanna hvernig uppbygging tengslaneta tískufrumkvöðla
  er og hvernig þau nýtast í rótfestingu, ásamt því að meta hversu rótfestir tískufrumkvöðlar eru. Til að byrja með var rýnt í fræði um frumkvöðla og greint hvernig
  munur er á frumkvöðlum og þeim sem starfa innan skapandi atvinnuvega, til að greina
  hvort munur sé á hegðun og eiginleikum, ásamt því umhverfi sem starfað er í. Þá var
  gerð grein fyrir auðlindum, rótfestingu og tengslanetum. Rannsóknin byggir á
  eigindlegum viðtölum sem tekin voru við sjö tískufrumkvöðla sem starfa á íslenskum
  markaði. Tilgangur viðtalanna var að varpa ljósi á einkenni viðmælenda sem frumkvöðla, uppbyggingu tengslaneta og nýtingu þeirra, ásamt því að greina rótfestingu á íslenskum markaði. Niðurstöður viðtalanna voru svo borin saman við þau atriði sem fræðilega yfirferðin varpaði ljósi á.
  Helstu niðurstöður voru að fyrri reynsla (menningarauður), sem viðmælendur
  öðluðust í gegnum til dæmis nám sitt og tengslanet þeirra (félagslegur auður) hafi reynst viðmælendum mjög gagnleg í upphafi og þróun fyrirtækis þeirra, en viðmælendur nýttu sér mikið sterk tengsl sín fyrir rekstur. Hægt er að leggja fram þá ályktun að tískufrumkvöðlar á Íslandi séu rótfestar innan sinna tengslaneta og eru félagsleg samskipti mjög mikilvæg í rótfestingu en mikið sé ábótavant með ytra umhverfi og hindri það vöxt og jafnvel áframhald starfssemi viðmælenda. Til þess að einstaklingur nái rótfestingu innan þess svæðis sem hann starfar í þarf skipulag og ástand tengslaneta, ásamt efnahagslegri félagsfræði að tengja hann við samfélag og tengslanet í kringum hann. Greina má frá viðmælendum að ytra umhverfi veiti þeim engan stuðning né aðstoð sem reynst gæti þeim til framdráttar. Ályktun rannsakanda er að mikið vanti upp á betra utanumhald um fatahönnuði á Íslandi og aðgengi að upplýsingum og fjármagni til starfssemi reksturs þurfi að vera sérhæfðara að þörfum tískufrumkvöðla.

Samþykkt: 
 • 11.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30220


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alda Júlía Magnúsdóttir - Nýting tengslaneta í rótfestingarferli tískufrumkvöðla.pdf633.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_13_AJM.pdf86.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF