is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30222

Titill: 
 • Ímynd, vitund og lífsstíll: Nike og Under Armour
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fyrir vörumerki skiptir það miklu máli að vörumerkjaþekking sé til staðar meðal neytenda. Auknar líkur eru á því að neytendur velji vörumerkið fram yfir önnur ef að ímynd þess er sterk og jákvæð í huga þeirra og vitundin mikil. Síðastliðin ár hafa íþróttavörumerki verið sýnileg í umhverfinu og hefur það færst í aukana að fólk klæðist íþróttaklæðnaði sem tískuvörum. Lífsstílsrannsóknir skipta miklu máli fyrir markaðsfólk í þeim tilgangi að skilja markhópinn sinn á sem áhrifaríkastan hátt. Markmið lífsstílsmarkaðssetningar er að eiga í samskiptum við neytandann með því að höfða til lífsstíls hans. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna vörumerkjaþekkingu tveggja íþróttavörumerkja meðal neytenda á Íslandi ásamt því að kanna hvort tengsl væru á milli ímyndar vörumerkjanna og ólíkra lífsstílsþátta. Umrædd vörumerki voru Nike og Under Armour. Leitast var við að svara þremur rannsóknarspurningum:
  1. Hvort vörumerkjanna, Nike eða Under Armour, hefur meiri vörumerkjavitund meðal neytenda á Íslandi?
  2. Hver er ímynd vörumerkjanna Nike og Under Armour meðal neytenda á Íslandi?
  3. Eru tengsl á milli ímyndar Nike og Under Armour og ólíkra lífsstílsþátta?
  Í rannsókninni var notast við megindlega aðferðafræði þar sem spurningalisti var lagður fyrir hentugleikaúrtak á samfélagsmiðlinum Facebook. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að vörumerkjavitund Nike væri mjög ríkjandi sem þýðir að vörumerkið hefur sterka tengingu í huga neytenda. Einnig virtust þátttakendur tengja mun sterkar við ímyndarþætti Nike heldur en ímyndarþætti Under Armour. Þegar skoðuð voru tengsl milli ímyndar vörumerkjanna og lífsstílsþáttanna, reyndist fylgnin milli þessara tilteknu þátta almennt vera veik. Niðurstöður rannsóknarinnar gætu nýst þeim sem sjá um markaðsmál hjá Under Armour og Nike á Íslandi. Niðurstöðurnar sýna hver ímynd og vitund þátttakenda er á vörumerkjunum sem markaðsstjórar gætu nýtt sér til þess að bæta vörumerkjaþekkingu, ef þess þarf. Einnig gætu þeir séð hvort niðurstöður rannsóknarinnar passi við og samræmist staðfærslu vörumerkjanna. Út frá þessu mætti segja að rannsóknin hefði hagnýtt gildi þar sem fyrirtækin gætu nýtt sér allar þær upplýsingar sem koma fram í rannsókninni til betrumbætingar í sínu starfi.

Samþykkt: 
 • 11.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ímynd, vitund og lífsstíll - Nike og Under Armour.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-um-meðferð.pdf460.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF