en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3023

Title: 
  • is „Hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu.“ Lífið í Skáleyjum á Breiðafirði á 19. og 20. öld
Abstract: 
  • is

    Hér í þessari ritgerð verður fjallað um lífið í Skáleyjum á Breiðafirði út frá nývæðingarkenningunni. Horft verður í þær breytingar sem urðu í eyjunum vegna nývæðingar og hvaða áhrif það hafði á daglegt líf fólksins í Skáleyjum. Byrjað verður á að fjalla um hlutverk Flateyjar í þessu sambandi en hún var nokkurskonar hryggjarstykki samfélagsins og skipti miklu máli fyrir samfélag í hinum eyjum Breiðafjarðar. Skoðað verður í því sambandi hvernig nývæðing birtist þar og hvaða áhrif hún hafði á samfélagið. Eftir þá umfjöllun verður sjónum beint að aðalefninu, Skáleyjum og skoðað daglegt líf fólks þar, hvaða verk þurfti að vinna og hvað fólk gerði sér til skemmtunar. Auk þessa verður velt upp mynd af efnismenningu heimilanna í Skáleyjum. Þessari umfjöllun er skipt niður í þrjú tímabil og breytingar á milli tímabilanna bornar saman. Fyrsta tímabilið er 19. öldin, annað tímabilið er 20. öldin fram til 1970 og síðasta tímabilið er frá 1970 fram til dagsins í dag þar sem velt verður upp hugleiðingum um framtíð Skáleyja.
    Nývæðing og nútímaþróun hafði það í för með sér að lítið samfélag eins og Breiðafjarðareyjur áttu ekki framtíðarmöguleika, ný gildi og lífsýn í samfélaginu almennt á Íslandi varð til þess að búseta á minni stöðum sem ekki gátu haldið í við framþróun í þéttbýlinu lognaðist út af og hætti. Það varð raunin með eyjar Breiðafjarðar og verður meginviðfangsefni ritgerðarinnar að varpa ljósi á hvernig líf þeirra sem eftir sátu breyttist við þetta

Accepted: 
  • Jun 10, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3023


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
2009_fixed.pdf22.73 MBOpenMeginmálPDFView/Open
BA-forsida.pdf81.25 kBOpenForsíðaPDFView/Open
14_fixed.pdf277.34 kBOpenKort 2PDFView/Open
25_fixed.pdf1.85 MBOpenKort 1PDFView/Open