is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30231

Titill: 
  • "Margspakur og óljúgfróður ertu". Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi (1838-1914)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er fjallað um Brynjúlf Jónsson (1838–1914) frá Minna-Núpi sem einn hinna „berfættu sagnfræðinga“ nítjándu aldar, hinna ómenntuðu alþýðumanna sem unnu yfirgripsmikið bókmenntalegt starf, með söfnun og afritun bóklegs efnis og ritun eigin hugverka. Starfsemi þeirra fyllti að töluverðu leyti upp í þann hörgul sem var á veraldlegu lesefni. Á síðari hluta aldarinnar óx prentmenningu hratt fiskur um hrygg, þar sem mættust afurðir hinna skrifandi manna sem oftast náðu lítið út fyrir heimabyggð þeirra og aðrar bókmenntir sem dreifðust langtum víðar. Með aðferðum einsögunnar, þar sem nýttar eru persónulegar heimildir Brynjúlfs, svo sem handrit, vinnuskjöl og bréf er litið til hvata þess að Brynjúlfur tókst meðal annars á við að rita Söguna af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum (1893–1897) og Sögu Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu (1912). Þá eru aðferðir sem hann beitti við rannsóknarvinnuna kannaðar og þær bornar saman við leiðir sem aðrir „berfættir sagnfræðingar“ fóru við samskonar störf. Væntingar lesenda og viðtökur gagnrýnenda eru einnig skoðaðar. Loks er fjallað um tengsl Brynjúlfs og annarra „berfættra sagnfræðinga“, sem fundu sér „rými“ til að fást við bóklega iðju á þeim tímum þegar samfélagið gerði síst ráð fyrir því að fátækir, ómenntaðir alþýðumenn hefðu hana nánast að aðalstarfi.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30231


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Kristín Ása.pdf486.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokun ritgerðar KÁG.pdf17.65 MBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Sagnfræði- og heimspekideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð til 2021.