is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30232

Titill: 
  • Starfsánægja og hvatning. Starfsumhverfi og endurgjöf flugvirkja ITS.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt fram á að ríkjandi starfsánægja í skipulagsheildum tengist framleiðni og skilvirkni þeirra. Ýmsar skilgreiningar hafa verið lagðar fram af fræðimönnum til að útskýra starfsánægju. Starfsánægja ræðst af viðhorfum starfsmanns, á hvaða hátt hann upplifir starf sitt og að hvaða marki honum líkar eða mislíkar við tiltekna þætti í starfi. Dæmi um þætti eru starfsumhverfi, laun, viðurkenningar o.fl. en þeir hafa allir áhrif á starfsánægju. Hvatning er einnig mikilvægt hugtak þegar kemur að starfsánægju en það er hinn innri vilji til þess að leggja sig allan fram við að ná markmiðum skipulagsheildarinnar. Hvatning er þar með drifin áfram af ánægjuþörfum einstaklingsins, en er jafnframt mismunandi á milli einstaklinga á mismunandi tímum.
    Markmið rannsóknarinnar, sem beindist að flugvirkjum hjá Icelandair, var að draga fram og greina nokkra viðurkennda áhrifaþætti og hvort þeir hefðu áhrif á starfsánægju og hvatningu. Í ritgerðinni var notuð eigindleg rannsóknaraðferð til að svara rannsóknarspurningu ritgerðarinnar. Fram kom að starfsumhverfi og endurgjöf eru áhrifamiklir þættir hvatningar og starfsánægju.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30232


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-lokaskjal-starfsánægja-og-hvatning2.pdf2.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing um medferd.pdf662.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF